Hvenær erum við „við sjálf“?

Nathan Fielder horfir djúpt í augu Maci í lokaþætti þátta …
Nathan Fielder horfir djúpt í augu Maci í lokaþætti þátta sinna. Er hann að leika eða raunverulega hrifinn af henni? Ljósmynd/ComedyCentral

Í lokaþætti fjórðu og síðustu þáttaraðar raunveruleikaþáttanna Nathan for You hjálpar Nathan Fielder 78 ára gömlum manni, William Heath, sem segist vera Bill Gates-eftirherma, að hafa uppi á konunni sem hann elskaði á árum áður. Í þessum lokaþætti fá áhorfendur að kynnast Heath, sem áður hafði farið á kostum í þáttunum, og í ljós kemur að hann er mjög sjálfhverfur og kom illa fram við konuna sem þeir Fielder leita nú saman að.
Þá á Heath erfitt með að vera í kringum konur og því ræður Fielder fylgdarkonu svo Heath geti vanist nærveru kvenna áður en hann loks hittir gömlu ástina sína. Fielder skipuleggur stefnumót með fylgdarkonunni Maci fyrir Heath en þegar Heath neitar að fara mætir Fielder sjálfur á stefnumótið.

Ádeila á raunveruleikasjónvarp

Áður en atburðarásin í kjölfarið er rakin er vert að úrskýra út á hvað þættirnir Nathan for You ganga. Þættirnir voru framleiddir af Comedy Central og því ekki hefðbundnir raunveruleikaþættir. Í þáttunum hittir Nathan Fielder fólk sem er í fyrirtækjarekstri en af einhverjum ástæðum gengur reksturinn ekki sem skyldi. Er fólkinu talin trú um að Fielder muni hjálpa því að snúa við blaðinu en í raun kemur hann aðeins með fáránlegar hugmyndir að nýjungum í rekstrinum.

Í einum þættinum lætur Fielder búa til hljóðeinangraðan kassa fyrir hótelherbergi sem foreldrar geti látið börnin sín fara ofan í á meðan þau stunda kynlíf í herberginu og í öðrum fær hann antikbúðareiganda til að hafa opið allan sólarhringinn í þeirri von að fólk á fylleríi muni staulast inn í búðina, brjóta hluti þar inni og þurfa að borga fyrir þá.

En það sem gerir þættina skemmtilega er ekki endilega Fielder sjálfur heldur hvernig uppátæki hans hafa áhrif á venjulegt fólk. Með sinni óþægilegu nærveru og einstaklega misheppnuðum tilraunum til að mynda tengsl milli sín og annarra nær hann að varpa ljósi á innræti fólks. Þættirnir sýna líklega betur en nokkrir aðrir raunveruleikaþættir hvaða mann fólkið í þeim hefur að geyma.

Þættirnir eru því háðsádeila á það flóð raunveruleikaþátta sem við horfum á nú til dags. Slíkir þættir eru byggðir á því að áhorfendur fái að sjá raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum og þannig skyggnast inn í hugarheim þess. En raunveruleikaþættir eru sjaldnast raunverulegir; eftirvinnsla og klipping breyta oft og tíðum framkomu fólks og svo má spyrja hvort hægt sé að haga sér eðlilega með myndavélar allt um kring.

Snúið á hvolf

Að einhverju leyti snýr Fielder þessu á hvolf í sínum þáttum. Í stað þess að klippa á milli atriða lætur hann þau dragast á langinn og bíður eftir að fólk bjargi sér úr aðstæðunum í stað þess að gera það sjálfur. Oft leiðir þetta til kostulegra uppákoma eins og eitt sinn er bensínstöðvareigandi sagðist drekka hland barnabarns síns því það væri hreint og færði sér lukku. Aðrir hafa hagað sér svo furðulega að áhorfendur eru ekki vissir hvort um leikara er að ræða eða ekki.

Nánara er fjallað um Nathan Fielder og ádeilu hans á raunveruleikasjónvarp í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes