Úr sveitinni til London í tískuna

Ljósmyndarinn og listakonan Saga Sigurðardóttir flutti til London eftir menntaskóla til að sækja innblástur í menningarlífið og nema tískuljósmyndun við London College of Fashion. Saga er alin upp í sveit til 15 ára aldurs og segir hún flutninginn hafa mótað sig mikið og breytt hugarfari ungrar og efnilegrar listakonu.

„Komandi úr þessu verndaða umhverfi sem er að vera sveitastelpa yfir í þennan heim að búa í stórborg! Ég var svo þakklát fyrir það því það gaf mér ákveðna dýpt,“ segir Saga sem var alin upp í rólegu umhverfi náttúrunnar. Í London kynntist hún fjölbreyttum hópi af fólki frá hinum ýmsu þjóðum og fékk alls konar tækifæri til þess að þróast og þroskast í starfi og lífi. „Einn daginn var ég kannski að vinna með einum frá Japan og einni frá Rússlandi og einni frá Ástralíu. Það fannst mér ótrúlega gott fyrir mig og mótandi líka, að vera í aðeins meira „röff“ umhverfi og með fullt af fólki frá mismunandi þjóðum.“

Saga er gest­ur Dóru Júlíu í Dag­málsþætti dags­ins. Þætt­irn­ir í heild sinni eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson