Jennifer Aniston framleiðir hárvörur

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Hollywood leikkonan Jennifer Aniston hefur nú komið öllum að óvörum og sett nýjar hársnyrtivörur á markað. Leikkonan hefur staðið í ströngu síðustu misseri við að framleiða vörurnar út frá bestu fáanlegu hráefnum sem völ er á. Hársnyrtivörurnar, sem fáanlegar eru undir merkinu Lolavie, lofa virkilega góðu. Þær eru framleiddar úr 99% náttúrulegum afurðum. Vörurnar eru vegan, glútenfríar, án parabena og eru ekki prófaðar á dýrum.

„Fyrstu vörurnar okkar koma á markað í dag en ég get lofað ykkur því að það er hellingur á leiðinni. Í millitíðinni skulið þið bara njóta,“ sagði Aniston á Instagram reikningi sínum fyrr í dag þar sem hún birti myndir og myndskeið af framleiðsluferlinu.

Hárprýði Aniston hefur lengi vakið eftirtekt, eða allt frá því hún hóf feril sinn sem Rachel í þáttaröðunum Friends á sínum tíma. Það er því ekki úr vegi að margar konur komi til með að freista þess að prófa hársnyrtivörur framleiddar af hinni einu sönnu Jennifer Aniston. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.