Þreyttur á skilnaðarorðróminum

Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott.
Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott. Getty Images

Leik­ar­inn Dean McDermott, eig­inmaður Bever­ly Hills 90210-stjörn­unn­ar Tori Spell­ing, er orðinn dauðþreyttur á sífelldum orðrómi um yfirvofandi skilnað þeirra. McDermott og Spelling hafa verið gift í 15 ár en í augum erlendra slúðurmiðla virðist hjónabandið allt annað en dans á rósum. 

„Ég er hættur að svara, þú veist,“ sagði McDermott í nýlegum hlaðvarpsþætti að því fram kemur á vef E!. Hann sagði að fólk mætti hafa sína skoðun ef það vildi. Hann kenndi þó fjölmiðlum um hvernig hjónaband hans liti út í augum almennings. Hann nefndi dæmi þar sem Spelling var mynduð án giftingahringsins í mars. McDermott útskýrði það. „Hún tók hann af af því hún var að þrífa hendurnar og gleymdi að setja hann aftur á sig.“ 

„Það er bara skrítið að fólk þurfi að fá að vita,“ sagði hann seinna í hlaðvarpinu. „Hvað er í gangi með Tori og Dean? Hún er ekki með giftingahringinn. Af hverju þarftu að vita það? Hvernig hefur það áhrif á daginn þinn?“

Hjónin hafa verið gift síðan árið 2006. Þrátt fyrir langt hjónband hefur sambandið ekki alltaf staðið traustum fótum og hafa þau talað opinberlega um vandamál sín. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.