Eiginmanni Spelling finnst einkvæni erfitt

Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott árið 2012.
Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott árið 2012. Getty Images

Leikarinn Dean McDermott, eiginmaður Beverly Hills 90210-stjörnunnar Tori Spelling, viðurkennir í nýju viðtali við Us Weekly að það sé erfitt fyrir hann að vera trúr eiginkonu sinni. 

„Einkvæni er erfitt, ástæðurnar eru örugglega nokkrar fyrir því að vilja fullnægja þessari girnd sem er okkur svo eðlislæg,“ sagði McDermott. „Við karlmenn þurfum að dreifa sæði okkar út um allt. Það hefur verið hluti af okkar DNA í milljónir og milljónir ára. Þannig er það en það er líka: „Ó guð samband er vinna.“ Og það er það. Það þarf að vinna í öllum samböndum og þegar þú ert á þeim stað að þú getur ekki hætt við þá verður þú að láta undan og leysa vandann.“

Tori Spelling er einnig meðvituð um vandamálið og talaði um vandann að vera bara með einni manneskju í hlaðvarpsþætti eiginmanns síns í sumar. Sagði hún erfitt að vera trú einni manneskju að því að mannfólkið breytist. Ef fólk er ekki á sömu blaðsíðu þá þurfi það að reyna breytast aftur og þróast á sama hátt svo það verði aftur á sömu blaðsíðu. 

McDermott og Spelling gengu í hjónaband árið 2006 og hafa eignast saman fimm börn. Í desember árið 2013 bárust fréttir af framhjáhaldi McDermott og fór hann í kjölfarið í meðferð við kynlífsfíkn. 

Tori Spelling.
Tori Spelling. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.