Verkjaður eftir fall og frestar tónleikum

Elton John datt í lok sumarfrísins.
Elton John datt í lok sumarfrísins. AFP

Tónlistarmaðurinn Elton John hefur neyðst til að fresta lokatónleikaferð sinn um Bretland eftir að hann datt illa. Í tilkynningu frá söngvaranum segir að hann hafi verið mjög verkjaður eftir fallið og verkirnir versnað. Guardian greinir frá.

„Í lok sumarfrísins datt ég kjánalega á hörðu undirlagi og hef verið töluvert verkjaður í mjöðminni síðar. Þrátt fyrir markvissar æfingar hjá sjúkraþjálfara og sérfræðingi, þá hefur verkurinn versnað og ég hef átt erfiðara með að hreyfa mig. Mér hefur verið ráðlagt að fara í aðgerð eins fljótt og auðið er svo ég nái fullum bata án langvarandi afleiðinga. Ég mun fara í sjúkraþjálfum til að ná fullum bata og hreyfigetu án verkja,“ sagði John í tilkynningu. 

Hinn 74 ára gamli John átti að spila á 22 tónleikum víðsvegar um Bretland en þeir fyrstu áttu að fara fram í O2 höllinni í London hinn 14. nóvember. Hann mun samt sem áður koma fram á Global Citizen Live 25. september og spila þar 5 lög. 

Tónleikaröðinni hefur áður verið frestað vegna heimsfaraldursins en henni átti að ljúka í desember 2020. Átti þetta að vera síðasta tónleikaferðalag hans á ferlinum. John stefnir á að gefa út plötuna The Lockdown Sessions í október næstkomandi sem hann tók upp með Dua Lipa, Stevie Wonder, Lil Nas X og Stevie Nicks í gegnum netið í faraldrinum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.