Íslensk TikTok-stjarna hitti Logan Paul

Íslenska TikTok-stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hitti YouTube-stjörnuna Logan Paul í gær en hann er með rúmlega tuttugu milljónir fylgjenda á YouTube og Instagram.

Árið 2018 sætti Youtube-stjarnan gagnrýni vegna ósæmilegs atriðis og sleit YouTube í kjölfarið viðskiptatengslum við hann.

Smullu strax saman

„Logan var toppnáungi, mjög viðkunnanlegur og almennilegur. Við smullum strax saman enda báðir með brennandi áhuga á efnisgerð og markaðssetningu,“ segir Ágúst í samtali við mbl.is.

Ágúst, sem er nýútskrifaður úr menntaskóla, hefur frá barnsaldri sinnt leiklist og leikið í nokkrum uppsetningum á sviði, í kvikmyndum og talsett teiknimyndir. Síðustu ár hefur hann unnið að því að vekja athygli á sér sem tónlistarmanni og rappara.

Nýjasta útspilið hans er að framleiða efni fyrir samfélagsmiðla og þá aðallega á TikTok sem er vinsælasti miðillinn um þessar mundir.

Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B.
Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B. Ljósmynd/Aðsend

Hittust fyrir tilviljun

Spurður hvernig kom til að hann hitti Logan Paul segist Ágúst sig hafa rekist á hann fyrir tilviljun þegar hann var á leiðinni á plötusnúðagigg á næturklúbbi í miðbæ Reykjavíkur.

„Ég sagði honum frá refnum mínum, Gústa Jr. og honum fannst það drepfyndið. Ég kannaðist við gaurinn sem var að sjá um hann og hitti Logan hjá Skógarfossi og sýndi honum að sjálfsögðu efnið mitt á Tiktok.”

Ágúst segir YouTube-stjörnuna hafa haft mikinn áhuga á því sem hann hefði verið að gera á TikTok upp á síðkastið en Ágúst hefur síðustu vikur vakið mikla athygli á miðlinum vegna myndbanda af refnum sínum.   

@gustib_1

Þetta er besti vinur minn, Gústi Jr. 🦊

♬ original sound - Gústi B

Refurinn þrettánda barnabarnið

Spurður hvernig það er að eiga ref sem gæludýr segir Ágúst refinn vera eins og hund, hann sé ljúfur og einstaklega gæfur.

„Ég ættleiddi hann og við höfum verið eins og bræður síðan. Amma segir alltaf að Gústi Jr. sé eins og þrettánda barnabarnið.“

Ágúst segir refinn gista upp í hjá sér og að hann hafi sína eigin sæng. Hann viðurkennir þó að það sé fnykur af honum en segir sig ekki hafa kippt sér sérstaklega upp við það. 

Næst segist Ágúst ætla að fá sér rostung sem gæludýr.

Ágúst og Logan Paul ásamt vini hans Mike.
Ágúst og Logan Paul ásamt vini hans Mike. Ljósmynd/Aðsend

Betra að vera maður sjálfur

„Ég sýndi Logan Paul væntanleg myndbönd sem honum leist mjög vel á.  Hann hrósaði mér fyrir eftirvinnsluna á myndböndunum sem ég hef lagt mikla áherslu á og hvatti mig áfram,“ segir Ágúst.

Hann segist hafa fengið gríðarleg viðbrögð í kjölfar hittingsins með Loagn Paul.

„Það hefur bara allt verið á fullu. Ég hef fengið fjölda fylgjenda í kjölfarið og allt í einu vilja allir vera vinir manns. Þá er mikilvægt að muna hver maður er og fyrir hvað maður stendur.

Ég spurði hann í gamni hvort honum fyndist ég vera eins og íslenski Logan Paul en hann sagði að ég ætti ekki að vilja vera hann. Hann sagði að ég væri betri eins og ég sjálfur. Ég ætti bara að halda áfram og stefna hátt,“ segir Ágúst. 

Hægt er að fylgjast með hér en fleira efni með Logan Paul og refnum er væntanlegt: www.tiktok.com/@gustib_1  &  www.instagram.com/gustib_1

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason