Nevermind 30 ára – Andstæður og angist

Mynd af Kurt Cobain í heimabæ hans Aberdeen í ríkinu …
Mynd af Kurt Cobain í heimabæ hans Aberdeen í ríkinu Washington árið 2014. AFP

Þrjátíu ár eru í dag liðin síðan bandaríska hljómsveitin Nirvana gaf út eina þekktustu rokkplötu allra tíma, Nevermind.

Hún seldist í 30 milljónum eintaka og forsprakkinn Kurt Cobain varð stjarna á einni nóttu.

Nirvana, sem var valin áhrifamesta hljómsveit allra tíma af tímaritinu Spin í fyrra, hefur haft áhrif á tónlistarmenn sem eru vinsælir í dag á borð við Billie Eilish, Lana Del Rey og Frank Turner.

Í síðasta mánuði var Nevermind í fréttunum þegar maðurinn sem var myndaður sem barn fyrir umslag plötunnar höfðaði mál gegn hljómsveitinni fyrir kynferðislega misnotkun.

Nevermind sameinaði tónlistarstefnur sem fram að þeim tíma höfðu verið að mestu leyti aðskildar, eða pönk, indí og þungarokk og kryddaði svo allt saman með poppi sem gerði plötuna eins aðgengilega og raun bar vitni.

„Þetta hefur verið að byggjast upp síðustu árin…Nirvana mætti á svæðið og lagði allt á borðið,” sagði Thurston Moore úr rokksveitinni Sonic Youth, á þessum tíma.

„Þetta var mikið popp en mjög heiðarlegt og mjög í anda bandarísku pönkhefðarinnar.”

Kurt Cobain, söngvari Nirvana.
Kurt Cobain, söngvari Nirvana. mbl.is

Með plötunni varð hármetallinn svokallaði þar sem spandexklæddir rokkarar níunda áratugarins með permanent í hárinu urðu hallærislegir á einni nóttu.

„Þetta var platan sem gerði þungarokkið úrelt -- rokkið sem var vinsælt á þessum tíma: yfirborðskennt, uppfullt af kvenfyrirlitningu og ekki eins ákaft,” sagði Charlotte Blum, höfundur nýlegrar bókar um grunge-tónlistarstefnuna frá Seattle í Bandaríkjunum.

Cobain var metnaðargjarn og í dagbókum hans voru vel útlistuð áform um frægð og frama. Hann rak hvern trommarann á fætur öðrum þangað til hann rakst á Dave Grohl, núverandi forsprakka Foo Fighters.

Ósáttur við fágaðan hljóminn

En hinar ótrúlegu og óvæntu vinsældir Nevermind breyttust í martröð þegar kom að pönkhefðinni sem hann aðhylltist svo mjög.

Hann þoldi ekki hugmyndina um „uppa-ógeð á BMW-bílunum sínum” að hlusta á Nevermind, auk þess sem hann sagðist vera ósáttur við fágaða og aðgengilega upptökustjórn plötunnar.

„Ég hef ekki hlustað á hana síðan við settum hana fyrst á fóninn. Ég þoli ekki svona upptökur,” sagði hann ævisöguritaranum Michael Azerrad.

Umslag plötunnar Nevermind með Nirvana.
Umslag plötunnar Nevermind með Nirvana.

Upptökustjórinn Butch Vig benti á að Cobain hefði ekki sett neitt út á upptökustjórnina í hljóðverinu. „Ef hún hefði bara selst í 50 þúsund eintökum hefði hann örugglega aldrei sagt neitt um að hún væri of straumlínulöguð.”

Allt saman endaði þetta á sorglegan hátt. Sjálfsvígsbréf Cobains fjallaði að miklu leyti um angistina sem fylgdi því að “selja sig”.

Það var einmitt þessi eindregna trú Cobains á pönkmálstaðinn sem gaf Nevermind þennan ferska og heiðarlega blæ.

Grípandi lög á borð við Come As You Are og Lithium í bland við rólegri perlur á borð við Polly og Something in the Way. Hljómurinn var oft kröftugur en melódíurnar einfaldar, „eins og vögguvísur”, sagði Cobain.  

Þar hafði sín áhrif aðdáun Cobains, ekki bara á neðanjarðar pönkböndum, heldur einnig sveitum á borð við Bítlana, Abba og Queen.

Hægði á uppgangi rappsins 

Rapparinn Jay-Z sagði eitt sinn að Nevermind hafi verið svo vinsæl að hún hægði á uppgangi hip-hop-stefnunnar.

„Hár-bönd voru alls staðar í útvarpinu og rokk snerist meira um útlit frekar en innihald og það sem það átti að standa fyrir: uppreisnaranda æskunnar,” sagði Pharrell Williams í sjálfsævisögu sinni.

„Þess vegna hitti „Teen Spirit” svona í mark því það hitti naglann beint á höfuðuð um það hvernig öllum leið.

„Hip-hop var orðið ansi öflugt en síðan stöðvaði gruggið það í smá stund…þegar Kurt Cobain kom með þessa yfirlýsingu þá hugsuðu menn með sér. „Við verðum að bíða í smá stund.”

AFP

„Ég hata ykkur“

Stór þáttur í aðdáun margra á Cobian var andstaða hans við karlmennskustæla, eða eitraða karlmennsku. „Ef þú mismunar kynjum, ert rasisti, þolir ekki hinsegin fólk, eða ert einfaldlega algör asni, skaltu ekki kaupa þennan geisladisk. Mér er alveg sama þótt þið hatið mig, ég hata ykkur,” sagði Cobain.

Á sama tíma og hann lýsti yfir viðbjóði sínum á hegðun sinnar kynslóðar virtist hann á sama tíma ná að fanga tímabilið eftir lok kalda stríðsins þegar ákveðnar stjórnmálafræðihugmyndir voru orðnar dauðar og erfitt var að sjá hvert átti að beina ungæðislegri angistinni.

Að lokum valdi Cobain ekki aktívismann heldur dró sig í hlé frá frægðinni, sökk í fen eiturlyfja og framdi á endanum sjálfsvíg.

Eins og segir í laginu, kannski í hæðnistóni eða kannski af einskærri depurð, „Oh well, whatever nevermind”.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson