Bassaleikari Status Quo er látinn

Status Quo seint á áttunda áratugnum. Lancaster er lengst til …
Status Quo seint á áttunda áratugnum. Lancaster er lengst til hægri. Ljósmynd/Wikipedia.org

Stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Status Quo, bassaleikarinn Alan Lancaster, er látinn, 72 ára gamall.

Umboðsmaður sveitarinnar staðfesti þetta, að sögn BBC.

Lancaster átti þó nokkra alþjóðlega smelli með Status Quo á sjöunda- og áttunda áratugnum, þar á meðal Rockin´ All Over The World og Whatever You Want.

„Þetta eru virkilega sorlegar fréttir,” sagði umboðsmaðurinn Simon Porter.

Söngvarinn Francis Rossi bætti við: „Alan var mikilvægur hluti af hljómi og gífurlegum vinsældum Status Quo á sjöunda- og áttunda áratugnum.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.