Offset greiðir útfararkostnaðinn

Offset hugsar til þeirra sem minna mega sín.
Offset hugsar til þeirra sem minna mega sín. Skjáskot/Instagram

Rapparinn Offset hefur heldur betur hækkað í áliti hjá mörgum eftir góðverk sem hann gerði nú á dögunum. Offset, eða Kiari Kendrell Cephus eins og hann heitir réttu nafni, bauð fram aðstoð sína við að greiða hluta útfararkostnaðar bandaríska leikarans og grínistans Anthonys Johnsons. 

Fréttir bárust af andláti grínistans fyrr í þessum mánuði en andlátið bar að með ansi sviplegum hætti. Fannst hann meðvitundarlaus í ónefndri verslun í Los Angeles og var í kjölfarið úrskurðaður látinn. 

Ekkja Johnsons, Lexis Jones Mason, sagði í samtali við TMZ að eiginmaður hennar hefði ekki verið líftryggður og þar með fengi hún engar dánarbætur greiddar út. Áttu þau þrjú börn saman sem öll syrgja nú föður sinn. 

Eitt er víst; Offset er örlátur og hefur hjartað á réttum stað þrátt fyrir umdeildan lífsstíl. Lagði hann fjölskyldunni lið með því að greiða 5.000 dollara upp í útfararkostnað Johnsons, en það nemur um 650 þúsund íslenskum krónum. Nokkrir aðrir þekktir rapparar fóru að hans dæmi og gerðu slíkt hið sama með frjálsum framlögum, til dæmis rapparinn Fat Joe.

Nú hefur jarðarförin farið fram og útförin verið greidd að fullu. Þá hefur samt sem áður safnast dágóð summa og fjárhagsleg byrði ekkjunnar því ekki eins mikil og hún var í fyrstu. Hefur hún ákveðið að nýta þá fjármuni sem eftir eru til að setja á laggirnar grínistaskóla fyrir börn sem eiga við félagslegan vanda að etja og halda þar með heiðri eiginmanns síns á lofti um ókomna tíð.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.