Britney þakkar frelsisher sínum árangurinn

Britney Spears á dygga aðdáendur sem hafa staðið með henni …
Britney Spears á dygga aðdáendur sem hafa staðið með henni í frelsisbaráttu hennar. AFP

Poppdrottningin Britney Spears þakkar aðdáendum sínum fyrir #FreeBritney-hreyfinguna í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. Þökk sé frelsisher stjörnunnar er Spears einu skrefi nær frelsinu sem hún var svipt árið 2008. 

Á dögunum var Jamie Spears, faðir Britney, sviptur forræði yfir dóttur sinni en hann hafði verið lögráðamaður hennar síðan árið 2008. Söngkonan er þó ekki alveg frjáls en dómari skipaði nýjan for­ráðamann sem Brit­ney valdi sjálf.

Söngkonan sagðist í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í gær vera orðlaus. Hún þakkaði aðdáendum sínum, seigla þeirra væri ástæða þess að hún væri einu skrefi nær því að endurheimta sjálfstæði sitt. „Ég grét í tvo klukkutíma í gærkvöldi vegna þess að aðdáendur mínir eru þeir bestu sem til eru,“ skrifaði Spears. 

Aðdá­end­ur tón­list­ar­kon­unn­ar hafa fylkt liði að baki henni und­an­far­in ár og hef­ur #FreeBrit­ney-hreyf­ing­in stig­magn­ast und­an­farna mánuði. Aðdá­end­ur henn­ar héldu því fram í nokk­ur ár að söng­kon­unni væri haldið fang­inni af föður henn­ar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.