Í náðinni heima eftir að hringurinn skilaði sér

Andy Murray.
Andy Murray. AFP

Tennisstjarnan Andy Murray er kominn í náðina hjá eiginkonu sinni eftir að giftingahringurinn hans skilaði sér aftur til hans ásamt tennisskónum hans. Hann greindi frá því í vikunni að skónum ásamt hringnum hefði verið stolið sem fór ekki vel í eiginkonu hans.

Murray tók þá undarlegu ákvörðun að skilja skóna sína eftir undir bíl sem hann hafði til notkunar í Kaliforníu en ástæðan var táfýla. Vegna hita var ekki möguleiki að láta lofta um æfingaskóna í bílnum auk þess sem hann var ekki með svalir á hótelherberginu sínu. Þegar hann kom aftur að bílnum daginn eftir voru skórnir horfnir. Það sem verra var tók sjúkraþjálfarinn hans eftir því að hann var ekki með giftingahringinn enda hringurinn á skónum. 

Andy Murray festir giftingahringinn við reimarnar.
Andy Murray festir giftingahringinn við reimarnar. AFP

Murray deildi sögunni á Instagram og sagðist ekki vera í náðinni heima fyrir. Það leið ekki sólahringur þangað til að hann greindi frá því að skórnir væru komnir í leitirnar sem og giftingahringurinn. „Það er enn fýla af þeim en ég er kominn með skóna aftur, ég er kominn með hringinn aftur og ég er kominn í náðina aftur, áfram gakk,“ sagði tennisstjarnan á Instagram.

Hér má sjá Murray reima skóna sína.
Hér má sjá Murray reima skóna sína. AFP

Tennisstjarnan hefur verið kvæntur Kim Sears síðan árið 2015. Hann tekur vanalega giftingahringinn af sér þegar hann spilar tennis og festir hringinn þá við reimarnar á skónum sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Andy Murray (@andymurray)

View this post on Instagram

A post shared by Andy Murray (@andymurray)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson