Drullaði yfir The Rolling Stones

Paul McCartney.
Paul McCartney. AFP

Breski tónlistarmaðurinn og fyrrverandi Bítillinn Paul McCartney segir breska rokkbandið The Rolling Stones ekkert meira en blústónlistarábreiðuband.

„Ég veit ekki hvernig ég á að segja það, en þeir eru blústónlistarábreiðuband, það er svolítið það sem Stones eru. Ég held að við höfum náð til töluvert fleiri en þeir,“ sagði McCartney í viðtali við The New Yorker á dögunum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem McCartney hjólar í sveitina, sem var helsti keppinautur Bítlanna á sínum tíma. Í viðtali við Howard Stern á síðasta ári sagði hann hreint út að sér fyndist Bítlarnir hafa verið betri en Stones.

„Þeirra rætur liggja í blús. Þegar þeir skrifa músík, þá tengist það blús. Við vorum undir áhrifum úr fleiri áttum. Það er mikill munur og ég elska Stones, en ég er sammála þér. Bítlarnir voru betri,“ sagði McCartney.

Paul McCartney sagði The Rolling Stones vera blústónlistar ábreiðuband.
Paul McCartney sagði The Rolling Stones vera blústónlistar ábreiðuband. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes