Öryggismálum á tökustað hafi ekki verið ábótavant

Baldwin deildi færslu Davis á Instagram.
Baldwin deildi færslu Davis á Instagram. AFP

Leikarinn Alec Baldwin hefur deilt færslu á Instagram þar sem það er borið til baka að aðstæður á tökustað kvikmyndarinnar Rust hafi verið óröruggar og kaótískar og að starfsfólk hafi verið örmagna af vinnu. BBC greinir frá.

Það er búningahönnuðurinn Terese Magpale Davis sem skrifaði færsluna sem Baldwin deildi undir yfirskriftinni: „Lesið þetta.“

Tökumaðurinn Halyna Hutchins lést í síðasta mánuði eftir að Baldwin hleypti af skoti úr byssu sem honum var afhent við tökur á Rust. Leikstjórinn Joel Souza slasaðist einnig. Lögregla er með málið til rannsóknar en fram hefur komið að talið sé að verkferlum hafi ekki verð fylgt um meðhöndlun vopna.

Nokkrir úr tökuliði myndarinnar hafa stigið fram og lýst óviðunandi aðstæðum á tökustað. Rafvirkinn Serge Svetnoy þar á meðal. Vill hann meina að vanræksla og ófagmennska hafi leitt til þessa hörmulega atviks. Þá hefur verð greint frá því að hluti tökuliðsins hafi gengið burt vegna vangoldinna launa.

Davis ber þessar ásakanir til baka og segir að fundað hafi verið daglega um öryggismál á tökustað. Stundum oft á dag. Hlustað hafi verið athugasemdir og áhyggjur og þeim svarað.

Davis kemur einnig vopnasérfræðingi myndarinnar, Hannah Gutierrez Reed, til varnar. En hún afhenti aðstoðarleikstjóranum, David Halls, vopnið áður en hann fékk það Baldwin í hendur. Davis viðurkennir að vissulega sé Reed ekki reyndasti sérfræðingurinn en hún hafi verið vel hæf til að sinna sínu starfi. Þá segir hún Halls ekki hafa verið kærulausan þegar kom að öryggismálum, eins og einhverjir hafa viljað meina

Davis segist nú ætla að berjast gegn því í nafni Hutchins að alvöru vopn verði notuð aftur á tökustöðum kvikmynda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.