Britney: „Besti dagur í heimi“

Britney er loksins frjáls.
Britney er loksins frjáls. mbl.is/AFP

Britney Spears hefur endurheimt sjálfræðið að lokinni 13 ára baráttu eftir úrskurð dómstóls í Los Angeles í kvöld og hefur hann þegar tekið gildi.

Það var í júní á þessu ári sem Britney óskaði þess í fyrsta skipti opinberlega að endurheimta sjálfræðið.

Fjöldi aðdáenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í Los angeles til stuðnings Britney en nokkuð er síðan fjöldahreyfing skapaðist meðal aðdáenda Britney sem hafa krafist frelsunar hennar. 

Britney stendur í þakkarskuld við aðdáendur sína og birti færslu nú fyrir skemmstu á Instagram þar sem hún ritar: „Guð minn góður,  ég elska aðdáendur mína svo rugl mikið! Held ég muni gráta í allan dag. Besti dagur í heimi. [...]“

Lögráðamenn Britney höfðu áður völd yfir fjárhagi hennar, tóku ákvarðanir er vörðuðu ferilinn og fengu að hafa áhrif á heimsóknir hennar til barnanna sinna og mögulegt hjónaband. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt sem viðkemur fjölskyldu, heimili og heimilislífi er mjög jákvætt þessa dagana. Þú færð góðar fréttir af ættingja.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt sem viðkemur fjölskyldu, heimili og heimilislífi er mjög jákvætt þessa dagana. Þú færð góðar fréttir af ættingja.