Segir skelfilegt að vera heimilislaus

Indya Moore var heimilislaus í dágóðan tíma.
Indya Moore var heimilislaus í dágóðan tíma. Skjáskot/Instagram

Leikkonan og fyrirsætan Indya Moore opnaði sig nýverið um að hafa verið heimilislaus í langan tíma áður en hún hreppti hlutverk í dramaþáttaröðunum POSE. Minnist hún þeirra tíma með miklum óhug. 

„Ég var heimilislaus áður en ég fór að vinna að POSE,“ sagði Moore þegar hún var stödd á Born This Way, góðgerðarsöfnunni sem söngkonan Lady Gaga stendur fyrir. „Ég var að takast á við margt í einkalífinu á þessum tíma, eitthvað sem ég hef í raun aldrei náð að takast almennilega við,“ sagði hún einnig, en Indya Moore hefur verið hávær rödd og mikil fyrirmynd innan LG­BTQ+-sam­fé­lags­ins þar sem hún er transkona. 

„Það á enginn að vera heimilislaus. Sérstaklega ekki í borgum og á þeim stöðum sem ekki er hægt að rækta sinn eigin mat. Þetta er erfitt. Sérstaklega þegar þú ert unglingur. Sérstaklega þegar þú ert trans,“ sagði Moore og lýsti þeirri stöðu sem hún var í fyrir stuttu síðan. 

Í dag segist Moore einbeita sér að andlegu hliðinni og að rækta sig sem listmann. Hefur hún fengið nokkur stór hlutverk sem leikkona í kvikmyndaheiminum upp á síðkastið. Nú síðast var hún í tökum fyrir eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Aquaman and the Lost King þar sem mótleikari hennar er hinn eini sanni Jason Momoa. 

  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.