Biden skreytti með Trump

Mynd af Donald Trump skreytir jólatré í kvöldverðarsal Hvíta hússins.
Mynd af Donald Trump skreytir jólatré í kvöldverðarsal Hvíta hússins. AFP

Dr. Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna er búin að skreyta Hvíta húsið. Jólaskreytingarnar þetta fyrsta ár Biden hjónanna í húsinu vekja athygli en skreyttu þau jólatréð með mynd af fyrri íbúa hússins, Donald Trump og eiginkonu hans Melaniu. 

Jólaskreytingar frú Biden eru klassískar en þema þeirra í ár er Gjafir frá hjartanu. Valdi hún skreytingar sem samaeina Bandaríkjamenn í trú, fjölskyldu og vináttu.

Alls eru 41 jólatré í húsinu. Forsetafrúin, sem venju samkvæmt hannar og skipuleggur jólaskreytingar í húsinu, byrjaði að funda með teymi sínu í sumar. Í hverju rými hússins er undirþema.

Bókasafnið er til dæmis tileiknað lærdómi og þar má finna fiðrildaskreytingar sem fljúga upp af blaðsíðum. 

Kvöldverðarsalurinn er tileinkaður fjölskyldugildum. Á jólatrénu eru fjöldi mynda af Biden og öðrum fyrrum forsetum Bandaríkjanna, sem útskýrir myndina af Trump hjónunum.

Á trénu má einnig finna hátíðlega mynd af Biden hjónunum.
Á trénu má einnig finna hátíðlega mynd af Biden hjónunum. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt, sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Reyndu að ýta áhyggjum frá þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt, sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Reyndu að ýta áhyggjum frá þér.