Langar ekki að fara frá Íslandi

Kaley Cuoco er heilluð af Íslandi.
Kaley Cuoco er heilluð af Íslandi. LILLY LAWRENCE

Leikkonan Kaley Cuoco er algjörlega heilluð af Íslandi og langar helst ekki að fara héðan. Cuoco hefur varið síðustu dögum hér á Íslandi í tökum fyrir þættina Flight Attendant. 

Leikkonan hefur sýnt mikið frá Íslandsferðinni á Instagram-síðu sinni en nú er komið að loka degi hennar hér á landi. 

„Trúi því ekki að þetta séu síðustu tökurnar okkar á Íslandi. Þetta er sannarlega töfrandi land og ég vil ekki fara. Þetta hefur verið svo einstakt,“ skrifaði leikkonan á Instagram. 

Cuoco hefur að mestu verið við tökur í Reykjavík og í grennd borgarinnar. Henni hefur líka gefist tækifæri til að skemmta sér og fór meðal annars á hestbak hjá athafnamanninum Fjölni Þorgeirssyni.

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.