Ozzy gítargoðar sig upp

Eric gamli Clapton þekkir enn þá gítarstrengi frá hveitilengjum.
Eric gamli Clapton þekkir enn þá gítarstrengi frá hveitilengjum. AFP

Gítargoðin Eric Clapton, Jeff Beck, Tony Iommi og Zakk Wylde verða meðal gesta á nýrri breiðskífu Ozzys Osbourne. 

Leður(blöku)barkinn gamalreyndi Ozzy Osbourne er hvergi af baki dottinn enda þótt hann sé orðinn 73 ára og glími við afleiðingar parkinson-sjúkdómsins. Hann vinnur nú að nýrri breiðskífu sem koma á út síðar á þessu ári og styðjið nú vel við rokkelska ástvini ykkar, þeir kunna að líða í ómegin þegar þeir lesa listann yfir gesti sem kappinn hefur boðið í samkvæmið! Við erum að tala um sum af helstu gítargoðum sögunnar, Jeff Beck, Eric Clapton og Tony Iommi. Takk fyrir, túkall!

Gamall samreiðarsveinn Ozzys, Zakk Wylde, verður líka þarna með gítarinn og hann ræddi um verkefnið í hlaðvarpsþættinum Australian Rock Show á dögunum. „Hefði einhver sagt mér þegar ég var 15 ára að ég ætti eftir að leika inn á plötu með Ozzy, Tony Iommi, Jeff Beck og Eric Clapton hefði ég sagt: Já, einmitt. Á ég eftir að henda mér í flatböku með þeim líka?“

Svarið við þeirri spurningu fékkst ekki í téðum þætti.

Seinasta breiðskífa Ozzys Osbourne hét því ruddalega óviðeigandi nafni Ordinary …
Seinasta breiðskífa Ozzys Osbourne hét því ruddalega óviðeigandi nafni Ordinary Man. AFP
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson