Kylie Jenner er vinsælasta konan á Instagram

Kylie Jenner er langvinsælasta konan á Instagram.
Kylie Jenner er langvinsælasta konan á Instagram. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner er vinsælasta kona heims á Instagram ef marka má nýjustu fylgjendatölur. Jenner er eina og fyrsta konan í heiminum til þess að ná 300 milljónum fylgjenda á Instagram. 

Þrátt fyrir að samfélagsmiðlastjarnan hafi látið lítið fyrir sér fara á Instagram undanfarið afrekaði hún það samt að verða fyrsta allra kvenna til að brjóta múrinn. Það er því ekki úr vegi að krýna Kylie Jenner drottningu Instagram.

Söngkonan Ariana Grande átti fyrra fylgjendametið en í febrúar 2019 var hún með 146,5 milljónir fylgjenda á Instagram. Þegar þetta er skrifað telur fylgjendahópur Jenner alls 301 milljón. Fótboltakappinn Christiano Ronaldo er með langstærsta fylgjendahópinn á Instagram, alls 388 milljónir. Fréttamiðillinn People greindi frá. 

Jenner á von á sínu öðru barni með rapparanum Travis Scott. Þrálátur orðrómur hefur þó verið á kreiki um að barnið sé komið í heiminn en foreldrarnir hafi ákveðið að halda því leyndu. Það er því ekkert staðfest í þeim efnum en parið á fyrir dótturina Stormi, þriggja ára.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.