„Í lagi“ með King eftir sonarmissinn

Regina King.
Regina King. AFP

Leikkonan Vivica Fox segir að það sé í lagi með vinkonu hennar, leikkonuna Reginu King, eftir atvikum. Hún deildi skilaboðum frá King í þættinum Coctails with Queens til þess að láta aðdáendur hennar vita að það væri verið að hugsa um hana og að hún hafi fengið fallegu skilaboðin frá aðdáendunum. 

King mistti son sinn Ian Alexander Jr. í síðustu viku. Hann tók sitt eigið líf. 

„Ég var með Reginu í gærkvöldi. Það er í lagi með hana. Og umfram allt, þá er ég fegin að geta faðmað hana og horfa í augu hennar. Þetta er búið að vera ein hræðilega lengsta vika sem ég hef lifað á ævi minni. Það er eins og ég geti ekki hætt að gráta,“ sagði Fox í skilaboðum sína. 

„Hún bað mig fyrir kveðju til ykkar allra, hún hefur fengið skilaboðin og fundið fyrir þeirri ást sem öll hafa sent henni, fjölskyldunni og syni hennar. Hún kann að meta það,“ sagði Fox. 

View this post on Instagram

A post shared by Fox Soul (@foxsoul)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.