Sex egg komin í laupinn hjá Hrefnu og Hrafni

Sex egg eru komin í laupinn hjá þeim Hrefnu og …
Sex egg eru komin í laupinn hjá þeim Hrefnu og Hrafn. Skjáskot/Byko

Sex egg eru komin í laupinn hjá hrafnapari sem byggt hefur laup sinn hjá verslun Byko á Selfossi. Bein útsending er frá laupnum á vef verslunarinnar en þetta er fjórða árið í röð sem hann er í beinni. Þetta er í það minnsta sjötta árið sem hrafnar verpa í laupinn að sögn Gunnars Bjarka Rúnarssonar verslunarstjóra Byko á Selfossi, en hrafnaparið hafa fengið nöfnin Hrefna og Hrafn.

„Já það eru komin sex egg í laupinn núna. Mér finnst þetta svolítið mikið, þau voru bara þrjú á síðasta ári,“ segir Gunnar í samtali við mbl.is. 

Gunnar segir að það sé lítið ónæði af hröfnunum og að starfsfólkinu finnist það bara skemmtilegt að lítil fjölskylda setjist þarna að á hverju vori, þó það stefni í að hún verði stærri en vanalega í ár. 

„Það er helst þegar ungarnir eru að byrja að fljúga úr laupnum, þá eru þeir svolítið að sitja á bílunum hjá okkur.“

Tilvonandi foreldrarnir þurftu að bregða sér örsnöggt, en blaðamaður passaði …
Tilvonandi foreldrarnir þurftu að bregða sér örsnöggt, en blaðamaður passaði eggin á meðan í gegnum Internetið. Skjáskot/Byko

Hann hefur litlar áhyggjur af hröfnunum á þakinu og er bjartsýnn á að parið komi ungunum sex á legg, þó næturnar geti verið heldur til kaldar fyrir þau.

Gunnar segir að þau séu ekki alveg viss hvort að sama parið, hin upprunalegu Hrefna og Hrafn, verpi í laupinn á hverju ári. „Þetta gætu alveg verið ungarnir þeirra sem koma svo aftur. Við þyrftum eiginlega bara að fara láta merkja þau, allavega ungana,“ segir Gunnar.

Hægt er að fylgjast með þeim Hrefnu og Hrafni á vef Byko.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Peter Nyström, Peter Mohlin og Mohlin & Nyström

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er kominn tími á tiltekt og gott að losa sig við gamalt dót sem gerir ekkert gagn inni í einhverri geymslu og er aldrei notað. Gefðu þeim hlutum sem þú ekki notar framhaldslíf á öðru heimili.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Peter Nyström, Peter Mohlin og Mohlin & Nyström

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er kominn tími á tiltekt og gott að losa sig við gamalt dót sem gerir ekkert gagn inni í einhverri geymslu og er aldrei notað. Gefðu þeim hlutum sem þú ekki notar framhaldslíf á öðru heimili.