Bocelli tekur fjölskylduna með til Íslands

Ítalski tenórsöngvarinn Andrea Bocelli heldur tónleika í Kórnum 21. maí næstkomandi og hefur hann nú búið til vídeó þar sem hann sendir Íslendingum kveðju og sjá má fyrir neðan. 

Bocelli hefur um langt skeið verið einn vinsælasti söngvari heims á sviði klassískrar tónlistar og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu, að því er fram kemur á miðasöluvefnum Tix.is. Bocelli kemur fram með 70 manna sinfóníuhljómsveit SinfoniaNord í Kórnum, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum. Verða þetta fjölmennustu sitjandi tónleikar í Íslandssögunni og skipt í tvo hluta, sá fyrri helgaður sígildri tónlist og þá m.a. óperuaríum og sé seinni vinsælum lögum sem Bocelli hefur flutt.

Á vef Tix segir um Bocelli að hann hafi fæðst árið á bóndabæ foreldra sinna í smábænum Lajatico, innan um vínekrurnar í Pisa héraði á Ítalíu.

„Hann sýndi tónlist mikinn áhuga frá unga aldri, byrjaði að spila á píanó sex ára og svo seinna á flautu, saxafón og fleiri hljóðfæri. Að lokum fann hann röddina sína, sitt besta hljóðfæri. Hann hélt áfram að syngja meðfram námi í  Pisa og kláraði gráðu í lögfræði.  

Árið 1994 kom Bocelli fyrst fram í óperu en þá var það Macbeth eftir Verdi og áður en árinu lauk var honum boðið að syngja fyrir páfann. Árið 1996 gaf hann út lagið Con te Partirò (og seinna meir kom lagið út í annarri útgáfu ásamt Söruh Brightman undir nafninu Time to Say Goodbye) og mátti heyra lagið mikið spilað í öllum heimshornum. Hann gaf næst út plötuna Romanza sem sló öll met. Ferillinn  fór á flug og hefur verið sleitulaus sigurganga síðan þá. 

Ferill Andrea Bocelli spannar nú einn fjórða úr öld og ber hæst 6 Grammy tilnefningar, 6 tilnefningar til Latin Grammy verðlauna, Golden Globe verðlaun og Óskarsverðlaunatilnefningu, milljónir platna seldar, heimstúrar og stjarna á Hollywood Walk of Fame. Hann hefur alltaf reynt að breiða út boðskap jákvæðni, vonar og þrautseigju. Tónlist hans hefur snert huga og hjörtu fólks djúpt um allan heim og með baráttu sinni í góðgerðarmálum, hefur hann verið röddin sem gefur heiminum rödd,“ segir á vefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson