Leikstýrir sjálfum sér leika leikstjóra

Kristján Ingimarsson sagði frá sýningu sinni Room 4.1 í Dagmálum. Leiksýningin verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á fimmtudag og er samstarfsverkefni leikfélags Kristjáns, Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins.

Þar er Kristján í hlutverki höfundar og framleiðanda, leikara og leikstjóra. Spurður hvernig það gangi að sameina þessi hlutverk segir hann: „Það er hræðilegt. Hræðilegt bara fyrir fólkið sem er að vinna með mér.“

„Ég er að leikstýra leiksýningu þar sem ég er að leika leikstjóra og leikstjórinn er í rauninni að leikstýra náunga sem einhvern veginn er alter-ego leikstjórans.“ Þetta sé því mjög flókið.

„Fólk sem er að vinna með mér veit stundum ekki alveg hvor leikstjórinn ég er; þessi sem er með stjórn á öllu, eða þykist vera það, eða hinn leikni leikstjóri sem þvælist um sviðið, tekur þátt í öllu og er að skipa fyrir. Þannig þetta er mikið ævintýri.“

Áhorfendur fá að vera frjóir

„Ég geri alltaf sýningar fyrir alla og þó að þetta sé nýtt, nýstárlegt, fyrir suma þá er þetta alltaf fyndið líka um leið og þetta getur verið alvarlegt.“ Kristján bætir við að það sé mikið „action“ á sviðinu og verkið sé skemmtilegt. „Og það sem mestu máli skiptir er að áhorfendur fá að vera frjóir, „kreatívir“, sjálfir. Þeir fá að fatta hlutina svolítið sjálfir.“

„Þetta er leikhús og ég er hér til þess að skemmta fólki,“ segir Kristján og hvetur fólk til þess að næla sér í miða á eina af þeim fjórum sýningum sem skipulagðar hafa verið.

Þáttinn í heild má finna hér að neðan:

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/menning/229549/

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson