Sjö ævintýri og 9 líf skora hæst

Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Sjö ævintýri um skömm.
Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Sjö ævintýri um skömm. Ljósmynd/Jorri

Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjón Stefáns Jónssonar og sviðsetningu Þjóðleikhússins hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða 12 talsins. 

Næstflestar tilnefningar, eða tíu talsins, hlýtur 9 líf eftir Ólaf Egil Egilsson í leikstjórn höfundar og sviðsetningu Borgarleikhússins. Upplýst var um tilnefningar til Grímunnar í ár í Þjóðleikhúskjallaranum nú á sjötta tímanum. Heildarlista tilnefninga má sjá hér fyrir neðan. 

Gríman verður afhent í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 14. júní og sýnd beint á RÚV.

Veitt verða verðlaun í 18 flokkum auk Heiðursverðlauna Sviðslistasambands Íslands, sem veitt eru einstaklingi er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi. Í ár voru 51 sviðsverk skráð af leikhúsum og sviðslistahópum í Grímuna, sjö barnaleikhúsverk, níu dansverk og 35 sviðsverk.

Úr uppfærslu Borgarleikhússins á 9 líf.
Úr uppfærslu Borgarleikhússins á 9 líf. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Sýning ársins

  • 9 líf eftir Ólaf Egil Egilsson. Sviðsetning – Borgarleikhúsið.
  • Aiôn eftir Ernu Ómarsdóttur og Önnu Þorvaldsdóttur. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn og Sinfoníuhljómsveit Íslands.
  • Ball eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn.
  • Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.

Leikrit ársins

  • 9 líf eftir Ólaf Egil Egilsson. Sviðsetning – Borgarleikhúsið.
  • Blóðuga kanínan eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Sviðsetning  Fimbulvetur í samastarfi við Murmur productions og Tjarnarbíó.
  • Njála á hundavaði eftir Hjörleif Hjartarson. Sviðsetning – Borgarleikhúsið.
  • Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
Úr uppfærslu Fimbulveturs í samstarfi við Murmur productions og Tjarnarbíó …
Úr uppfærslu Fimbulveturs í samstarfi við Murmur productions og Tjarnarbíó á Blóðuga kanínan. Ljósmynd/María Kjartansdóttir

Leikstjóri ársins

  • Ólafur Egill Egilsson fyrir 9 líf. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Una Þorleifsdóttir fyrir Ást og upplýsingar. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Stefán Jónsson fyrir Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning – Þjóðleikhúsið.
  • Vala Ómarsdóttir fyrir Tæring. Sviðsetning  Hælið setur um sögu berklanna í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. 
  • Agnes Wild fyrir Tjaldið. Sviðsetning – Miðnætti í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Úr uppfærslu Miðnættis í samstarfi við Borgarleikhúsið á Tjaldið.
Úr uppfærslu Miðnættis í samstarfi við Borgarleikhúsið á Tjaldið. Ljósmynd/Eyþór Árnason

Leikari ársins í aðalhlutverki

  • Almar Blær Sigurjónsson fyrir Ást og upplýsingar. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Björn Stefánsson fyrir 9 líf. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Gísli Örn Garðarsson fyrir Ég hleyp.  Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Hilmir Snær Guðnason fyrir Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Sigurbjartur Sturla Atlason fyrir Rómeó og Júlía. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.

Leikari ársins í aukahlutverki

  • Eggert Þorleifsson fyrir Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning – Þjóðleikhúsið.
  • Hallgrímur Ólafsson fyrir Rómeó og Júlía. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Sigurður Þór Óskarsson fyrir Emil í Kattholti. Sviðsetning – Borgarleikhúsið.
  • Snorri Engilbertsson fyrir Framúrskarandi vinkona. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Vilhjálmur B Bragason fyrir Skugga Sveinn. Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar.
Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlía.
Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlía. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Leikkona arsins í aðalhlutverki

  • Ebba Katrín Finnsdóttir fyrir Rómeó og Júlía. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Halldóra Geirharðsdóttir fyrir 9 líf. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Vala Kristín Eiríksdóttir fyrir Þétting hryggðar. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Vigdís Hrefna Pálsdóttir fyrir Framúrskarandi vinkona. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Framúrskarandi vinkona.
Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Framúrskarandi vinkona. Ljósmynd/Jorri

Leikkona ársins í aukahlutverki

  • Ásthildur Úa Sigurðardóttir fyrir  Emil í Kattholti. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Margrét Ákadóttir fyrir Ein komst undan. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Margrét Guðmundsdóttir fyrir Ein komst undan. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir  Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
Úr uppfærslu Borgarleikhússins á Ein komst undan.
Úr uppfærslu Borgarleikhússins á Ein komst undan. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Leikmynd ársins

  • Ilmur Stefánsdóttir fyrir  9 líf. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Eva Signý Berger fyrir Emil í Kattholti. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Júlíanna Lára Steingrímsdóttir fyrir Hvíla sprungur. Sviðsetning  Íslenski dansflokkurinn og Last Minute Productions. 
  • Guðný Hrund Sigurðardóttir fyrir  Kjarval. Sviðsetning  Borgarleikhúsið. 
  • Börkur Jónsson fyrir Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.

Búningar ársins

  • Erna Guðrún Fritzdóttir fyrir Ball. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn. 
  • Aldís Davíðsdóttir fyrir Hetja. Sviðsetning  Skýjasmiðjan. 
  • Karen Briem og Sunneva Weisshappel fyrir Rómeó <3 Júlía. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn.
  • Anna Rún Tryggvadóttir og Urður Hákonardóttir fyrir Rómeó og Júlía. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning – Þjóðleikhúsið.

Lýsing ársins

  • Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir fyrir Ein komst undan. Sviðsetning  Borgarleikhúsið. 
  • Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir  Framúrskarandi vinkona. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Pálmi Jónsson fyrir Hvíla sprungur. Sviðsetning  Íslenski dansflokkurinn og Last Minute Productions. 
  • Halldór Örn Óskarsson fyrir Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Ólafur Ágúst Stefánsson fyrir Skugga Sveinn. Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar.
Úr uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Skugga Sveinn.
Úr uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Skugga Sveinn. Ljósmynd/Auðunn Níelsson.

Tónlist ársins

  • Anna Þorvaldsdóttir fyrir Aiôn. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn og Sinfoníuhljómsveit Íslands. 
  • Guðmundur Óskar Guðmundsson og Matthildur Hafliðadóttir fyrir Ásta. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið. 
  • Axel Ingi Árnason fyrir Góðan daginn, faggi. Sviðsetning – Stertabenda í samstarfi við Þjóðleikhúsið. 
  • Hundur í óskilum fyrir Njála á hundavaði. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Salka Valsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Auður og Bríet Ísis Elfar fyrir Rómeó og Júlía. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið. 

Hljóðmynd ársins

  • Gunnar Sigurbjörnsson, Þórður Gunnar Þorvaldsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson fyrir  9 líf. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Kristinn Gauti Einarsson fyrir Ást og upplýsingar. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið. 
  • Ísidór Jökull Bjarnason fyrir Ég hleyp. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Salka Valsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson fyrir Rómeó og Júlía. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Ólafur Björn fyrir Það sem er. Sviðsetning  Annað Svið í samastarfi við Tjarnarbíó.

Söngvari ársins

  • Bjarni Snæbjörnsson fyrir Góðan daginn, faggi. Sviðsetning – Stertabenda í samstarfi við Þjóðleikhúsið. 
  • Björn Stefánsson fyrir 9 líf.  Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Halldóra Geirharðsdóttir fyrir 9 líf. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Matthildur Hafliðadóttir fyrir  Ásta. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Selma Björnsdóttir fyrir Bíddu bara. Sviðsetning  Gaflaraleikhúsið.
Úr uppfærslu Stertabendu í samstarfi við Þjóðleikhúsið á Góðan daginn, …
Úr uppfærslu Stertabendu í samstarfi við Þjóðleikhúsið á Góðan daginn, faggi. Ljósmynd/Leifur Wilberg Orrason

Dansari ársins

  • Emilía B. Gísladóttir fyrir Ball. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn. 
  • Emilía B. Gísladóttir fyrir Hvíla sprungur. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn og Last Minute Productions. 
  • Halla Þórðardóttir fyrir ROF. Sviðsetning – Sveinbjörg Þórhallsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó.
  • Saga Sigurðardóttir fyrir Rómeó <3 Júlía.  Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn.
  • Shota Inoue fyrir  Rómeó <3 Júlía. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn.
Úr uppfærslu Íslenska dansflokksins á Rómeó <3 Júlía.
Úr uppfærslu Íslenska dansflokksins á Rómeó <3 Júlía. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Danshöfundur ársins

  • Erna Ómarsdóttir fyrir Aiôn. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 
  • Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir fyrir Ball. Sviðsetning Íslenski dansflokkurinn.
  • Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir fyrir Rómeó <3 Júlía. Sviðsetning Íslenski dansflokkurinn. 
  • Inga Maren Rúnarsdóttir fyrir Hvíla sprungur. Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn og Last Minute Productions. 
  • Inga Huld Hákonardóttir fyrir Neind Thing. Sviðsetning – Inga Huld Hákonardóttir í samstarfi við Tjarnarbíó.

Dans og sviðshreyfingar ársins

  • Lee Proud fyrir 9 líf. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Lee Proud fyrir Emil í Kattholti. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Emily Terndrup og Conor Doyle fyrir Framúrskarandi vinkona. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.
  • Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo fyrir Rómeó og Júlía. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið. 
  • Sveinbjörg Þórhallsdóttir fyrir  Sjö ævintýri um skömm. Sviðsetning  Þjóðleikhúsið.

Barnasýning ársins

  • Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Sviðsetning  Borgarleikhúsið.
  • Tjaldið eftir Agnesi Wild, Sigrúnu Harðardóttur, Nick Candy og Evu Björg Harðardóttur. Sviðsetning  Miðnætti í samstarfi við Borgarleikhúsið.
  • Umskiptingur eftir Sigrúnu Eldjárn. Sviðsetning – Þjóðleikhúsið. 
Úr uppfærslu Borgarleikhússins á Emil í Kattholti.
Úr uppfærslu Borgarleikhússins á Emil í Kattholti. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Sproti ársins

  • Lovísa Ósk Gunnarsdóttir fyrir verkið When the bleeding stops
  • Umbúðalaust
  • Helgi Rafn Ingvarsson og Rebecca Hurst fyrir verkið Music and the Brain
  • FWD Youth Company
  • Plöntutíð
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes