Rænd þrítugsaldrinum

Sky Ferreira á rauða dreglinum í síðasta mánuði.
Sky Ferreira á rauða dreglinum í síðasta mánuði. AFP/Dimitrios Kambouris

Sky Ferreira er með dularfyllri konum í poppheimum. Hún fékk fljúgandi start með fyrstu breiðskífu sinni árið 2013 en sáralítið hefur verið að frétta síðan. Nú fullyrðir söngkonan hins vegar að önnur breiðskífa sín komi út síðar á þessu ári. 

„Það er aðallega skúffandi hversu breitt bilið á milli platnanna minna er orðið. Ég var rænd þrítugsaldrinum. Fólk talar um mig eins og að ég sé gömul herfa núna. Það er meinfyndið en af því að ég birti ekki stanslaust myndir af mér, búast margir við því að ég líti ennþá út fyrir að vera 18 ára. Ég er ekki komin með hrukkur en samt sem áður hef ég gengið í gegnum margt. Það sést ábyggilega!“

Óhjákvæmilegt er að staldra aðeins við þessi orð bandarísku poppsöngkonunnar Sky Ferreira í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Það hefur sannarlega gengið á ýmsu í hennar lífi, sem enn er til þess að gera stutt – hún verður ekki nema þrítug 8. júlí.

Fyrir þá sem ekki muna, kom Ferreira eins og stormsveipur inn á sviðið fyrir rúmum áratug. Eins og verður sífellt algengara, þá vakti hún fyrst athygli bráðung fyrir lög sem hún samdi og flutti á samfélagsmiðlinum Myspace. Plötuútgáfan Parlophone samdi í framhaldinu við Ferreira og tvær EP-plötur litu dagsins ljós, 2011 og 2012. Báðar innihéldu þær elektrónískt danspopp að hætti hússins og fengu býsna góða dóma.

Einnig fyrirsæta og leikkona

 Á þessum tíma var hún einnig farin að hasla sér völl í fyrirsætubransanum og kvikmyndum. Allar dyr virtust standa galopnar.
Ekki dró úr æðinu eftir að fyrsta breiðskífan, Night Time, My Time, kom út haustið 2013. Titillinn mun vera tilvitnun í Lauru heitna Palmer úr Tvídröngum. En það vissuð þið auðvitað fyrir! Þarna hafði Ferreira fléttað grönsskotnu indírokki inn í danspoppið sitt, svo úr varð áhugavert hanastél. Þegar hér er komið sögu var stúlkan gengin til liðs við útgáfufyrirtækið Capitol Records. Night Time, My Time fékk gegnumsneitt glimrandi dóma og var víða á lista yfir bestu plötur ársins. Poppstjarna var fædd.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Sky …
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Sky Ferreira skaut fyrst upp á stjörnuhimininn vestra yrir um áratug. Þessi mynd er tekin árið 2012. AFP/Bryan Bedder


Snemma kom í ljós að Ferreira ætlaði ekki að sigla milli skers og báru í bransanum en hún er ber að ofan í steypibaði framan á plötuumslaginu. Þrátt fyrir úrtölur Capitol Records, hélt hún sig við myndina, enda leit hún nákvæmlega þeim augum á verkið – að hún væri að bera sig fyrir heiminum.

Í viðtali við tímaritið NME sagði Ferreira flesta sem hefðu umslagið á hornum sér vera karla. „Ég stæði mig ekki í stykkinu sem femínisti ef mér tækist ekki að reita neinn til reiði. En ég er að skapa list og vera sjálfri mér trú. Ég er ekki að reyna að selja líkama minn, enda þótt hann sé minn að selja ef mér sýndist svo! Þetta er ekki einu sinni umslag sem selur – það sem selur eru andlitsmyndir, teknar af tískuljósmyndurum. En ég nennti því ekki, er alltaf að gera það.“

Greinina í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason