Leynilegt ástarsamband á enda

Anna Kendrick.
Anna Kendrick. mbl.is/AFP

Leikararnir Anna Kendrick og Bill Hader eru hætt saman. Þau hafa farið leynt með samband sitt síðastliðin ár, en óljóst er hvenær þau byrjuðu saman. 

Í janúar sagði heimildarmaður People að parið hefði verið saman í meira en ár. Hann sagði þau bæði vilja halda einkalífi sínu fjarri sviðsljósinu. „Með heimsfaraldrinum hefur verið auðvelt að halda sambandinu leyndu,“ bætti hann við. 

Bill Hader og Anna Kendrick.
Bill Hader og Anna Kendrick. Samsett mynd.

Nokkrum mánuðum síðar útilokaði Heder að Kendrick kæmi fram í sjónvarpsþáttaröð hans í samtali við ET. Hann sagði ástæðu þess vera að hann vilji vernda dætur sínar þrjár sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni, Maggie Carey. 

Kendrick og Hader kynntust þegar hún kom fram í grínþættinum Saturday Night Live árið 2014. Fimm árum síðar léku þau saman í Disney jólamyndinni Noelle. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.