Höfðar mál gegn Giuliani

Rudy Giuliani.
Rudy Giuliani. AFP

Judith Giuliani, fyrrverandi eiginkona Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York borgar og lögmanns Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur höfðað mál gegn honum. Vill hún að hann greiði henni 262 þúsund bandaríkjadali. Page Six greinir frá.

Í kærunni, sem lögð var fram í New York ríki í gær, þriðjudag, segir frú Giuliani að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði átt að greiða henni upphæðina samkvæmt samkomulagi sem þau gerðu við skilnað sinn árið 2019. 

Segir hún borgarstjórann fyrrverandi skulda sér 140 þúsund dali fyrir hús þeirra í Palm Beach. Húsið fór á sölu árið 2019, en seldist ekki og er nú eigu hans. Hún segir að samkvæmt samningum hafi hann átt að greiða henni 200 þúsund dali, sama hvort húsið seldist eða ekki. Hann hafi hins vegar bara greitt henni 60 þúsund dali. 

Þá vill hún einnig að hann greiði henni 70 þúsund dali fyrir hjónaaðild þeirra að sveitaklúbbi, sem hún neyddist til að greiða að fullu fyrir þau bæði. 

Auk þess segir hún að samkvæmt samningi hafi hann átt að greiða henni fimm þúsund dali í framfærslueyri á mánuði. Hann hafi ekki gert það síðan síðasta sumar. Þá hafi hana gefið henni ávísun sem hljóðaði upp á tíu þúsund dali. Hún hafi hins vegar ekki getað leyst hann út. 

Samkvæmt gögnunum telur hún hann vel geta greitt henni upphæðina og fer fram á að hann verði handtekinn mæti hann ekki í réttarsal þegar málið verður tekið fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson