Sögð ósátt við tengdamóður sína

Nicola Peltz er sögð vera ósátt með tengdamóður sína.
Nicola Peltz er sögð vera ósátt með tengdamóður sína. AFP/Angela Weiss

Leikkonan Nicola Peltz Beckham, eiginkona Brooklyns Beckhams, er sögð vera heldur ósátt við tengdamóður sína, Victoriu Beckham, um þessar mundir. Page Six greindi frá málinu á dögunum og segir Peltz hafa gefið sögusögnunum byr undir báða vængi þegar hún birti mynd af sér grátandi um helgina. 

Samkvæmt heimildum Page Six er rót ósættisins brúðkaup þeirra Peltz og Beckhams og að foreldrar þeirra ná ekki vel saman. 

Foreldrar Peltz eru milljarðamæringurinn Nelson Peltz og Claudia Heffner Peltz, saman eiga þau átta börn. Foreldrar Beckhams eru ein þekktustu hjón heims, David og Victoria Beckham.

Peltz birti mynd af sér grátandi á Instagram og skrifar texta um að hún eigi erfitt með að sýna viðkvæma hlið sína. 

„Við eigum öll daga þar sem okkur líður ekki vel og það er allt í lagi. Ég er alin upp í stórri fjölskyldu með sterka foreldra sem hafa kennt mér að láta ekki aðra særa mig,“ skrifaði Peltz.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.