Giftu sig í leyni í Lundúnum

Rita Ora og Taika Wai­titi.
Rita Ora og Taika Wai­titi. AFP

Söngkonan Rita Ora og leikstjórinn Taika Waititi giftu sig í lítilli athöfn í Lundúnum á Bretlandseyjum. Parið vildi ekki stórt og áberandi brúðkaup. Samkvæmt heimildarmönnum Sun var athöfnin lítil og falleg og vinir og ættingjar nutu sín vel. 

„Þó svo að þau séu áberandi í sviðsljósinu vill Rita að samband þeirra sé eins mikið einkamál og hægt er. Hún vildi alls ekki gera mikið úr brúðkaupinu og fá óþarfa athygli,“ sagði heimildarmaður Sun.

Ástarævintýri þeirra byrjaði í Ástralíu þegar Ora vann þar sem söngþjálfari í sjónvarpsþættinum The Voice. Ora og Waititi felldu hugi saman undir lok árs 2020 en þau opinberuðu samband sitt í mars árið eftir.

Waititi og Ora opinberuðu samband sitt í mars 2021.
Waititi og Ora opinberuðu samband sitt í mars 2021. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.