Nýr þáttur um mál Adnan Syed á leiðinni

Nýr þáttur af Serial, um mál Adnan Syed, er væntanlegur …
Nýr þáttur af Serial, um mál Adnan Syed, er væntanlegur í dag. Samsett mynd

Höfundar hlaðvarpsþáttanna vinsælu Serial sögðu í gær, mánudag, að þeir muni snúa aftur með nýjan þátt um mál Adnan Syed. Dómari í Baltimore Bandaríkjunum ógilti í gær dóm yfir Syed, sem setið hefur inni í yfir 20 ár. Var hann dæmdur fyrir að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana árið 1999.

Mál Syed var tekið fyrir í hlaðvarpsþáttunum Serial, sem var fyrsta hlaðvarpsserían sem hlaut heimsathygli. Var það tekið fyrir 14 árum eftir að hann hlaut dóminn. Var hann dæmdur í lífstíðar fangelsi fyrir morðið á fyrrverandi kærustu sinni, Hae Min Lee, en lík hennar fannst grafið í skógi. 

Sarah Koening er höfundur þáttanna en hún var í dómshúsinu í gær þegar dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Nýi þátturinn er væntanlegur í dag.

Syed hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu en áfrýjun hans hefur ítrekað verið neitað. Var ósk hans um áfrýjun meðal annars neitað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna árið 2019. Kom það því heldur á óvart þegar ríkissaksóknari í Baltimore tilkynnti að hún hafi beðið dómstólana um að ógilda dóminn yfir Syed á meðan mál hans yrði rannsakað frekar. 

Ákæruvaldið hefur nú 30 daga til að höfða nýtt mál gegn honum eða málið verður látið niður falla. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.