Fjölskyldan er að fara á taugum

Karl konungur, Vilhjálmur prins, Katrín prinsessa, Meghan hertogaynja og Harry …
Karl konungur, Vilhjálmur prins, Katrín prinsessa, Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins. Fjölskyldan er sögð hafa áhyggjur af ævisögu Harry. AFP

Harry Bretaprins er að skrifa sjálfsævisögu sem breska konungsfjölskyldan er skíthrædd við. Bókinni er lýst sem tímasprengju enda veit enginn hvað Harry mun láta flakka. Reynslan hefur kennt þeim að hann og eiginkona hans, Meghan hertogynja, eru óhrædd við að láta allt flakka. 

„Ég held að þau séu ótrúlega stressuð. Þetta er tímasprengja,“ segir konunglegur sérfræðingur í viðtali við Page SixBókin átti upphaflega að koma út í nóvember en útgáfudeginum var frestað eftir að Elísabet Bretadrottning lést í september. Hún er nú sögð koma út um páskana. 

Nýlega var Harry sagður vilja endurskrifa bókina og gera minna úr því hvernig fjölskylda hans hefur komið fram við hann. Konunglegi sérfræðingurinn segir það ólíklegt. „Ég held að allir viti að Sussex-hjónin geta ekki lagfært bókina á þann hátt,“ sagði sérfræðingurinn. Hann telur þó líklegt að þau geti gert hana verri fyrir konungsfjölskylduna. 

Katrín, Vilhjálmur, Harry og Meghan í september.
Katrín, Vilhjálmur, Harry og Meghan í september. AFP

Því hefur verið fleygt að Harry ætli að bæta við kafla um jarðarför ömmu sinnar. Telur hann líklegt að það verði bara meira skítkast gegn konungsfjölskyldunni og meira af efni hvernig var horft framhjá þeim. Hann telur að seinkun útgáfudags geri bókina bara verri fyrir konungsfjölskylduna. 

Harry er að skrifa ævisögu og kemur breska konungfjölskyldan þar …
Harry er að skrifa ævisögu og kemur breska konungfjölskyldan þar vafalaust mikið við sögu. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin