Réttað yfir Weinstein í Los Angeles

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Réttarhöld yfir bandaríska leikstjóranum Harvey Weinstein hefjast í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Er hann ákærður í 11 liðum fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Weinstein situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar 23 ára dóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að beita kynferðisofbeldi, þar á meðal nauðgun. 

Nýjustu ásakanirnar, sem teknar verða fyrir í dómshúsinu í dag, eru að hann hafi nauðgað og beitt konur ofbeldi á hótelum í Beverly Hills og Los Angeles á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað því. 

Í dag verður byrjað á að velja kviðdómara fyrir réttarhöldin, en er búist við að þau muni taka tvo mánuði í heild. 

Weinstein hefur hafnað ásökunum og sagst hafa fengið samþykki fyrir kynlífi með konunum. Lögmenn hans segja að engin sönnunargögn séu til í málinu.

Ef Weinstein verður sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsi.

Sakfelldur árið 2020

Fyrstu ásakanirnar gegn Weinstein komu fram í Me Too-bylgjunni árið 2017. Hann var sakfelldur árið 2020 en fjöldi kvenna hefur, síðan bylgjan hófst, sakað hann um kynferðislegt ofbeldi.

Þar á meðal eru stórstjörnur á borð við Angelinu Jolie, Gwyneth Paltrow og Salma Hayek.

Á kvikmyndahátíðinni í New York í þessari viku verður kvikmyndin She Said frumsýnd, en myndin fjallar um rannsókn blaðamanna á máli Weinsteins árið 2017.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin