Gert að greiða þolendum 17 milljónir dala

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Bandarískur dómstóll sem úrskurðar í gjaldþrotamálum hefur úrskurðað þrotabú félags Harvey Winstein til þess að greiða þolendum hans alls 17 milljónir bandaríkjadala, eða það sem samsvarar rúmlega 2,2 milljörðum króna fyrir ýmis kynferðisbrot.

Weinstein, sem er 68 ára, var sakfelldur í fyrra og dæmdur í 23 ára fangelsisvist fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi.  

Bætur til þolenda greiðast úr þrotabúi félags Weinsteins, sem lýst var gjaldþrota árið 2018. Dómarinn Mary Walrath sagði við uppkvaðningu úrskurðarins að bætur til þolenda væru forsenda þess að hefja bata. 

50 þolendur kröfuhafar

Framleiðslufyrirtæki Weinsteins hrundi í lok 2017 þegar fjöldi kvenna steig fram og sögðu frá kynferðisbrotum Weinsteins. Fram hefur komið að 83% kröfuhafa segja niðurstöðu dómarans fullnægjandi og ekki ástæða til að sækja aðrar bætur sérstaklega.

Milljónunum sautján verður skipt á milli þeirra 50 kröfuhafa, eftir alvarleika brota þar sem þolendur alvarlegustu brotanna munu fá hálfa milljón eða meira.  

mbl.is