Verður kærður í Bretlandi fyrir kynferðisbrot

Weinstein var sakfelldur fyrir kynferðisbrot árið 2020.
Weinstein var sakfelldur fyrir kynferðisbrot árið 2020. AFP

Ríkissaksóknari í Bretlandi hefur heimilað lögreglu að leggja fram ákæru á hendur Harvey Weinstein fyrir að hafa veist að konu í tvígang Lundúnum árið 1996. Þetta segir í tilkynningu á vef breska ríkissaksóknarans.

Er Weinstein ákærður fyrir „ósmekklega árás“, sem flokkast sem kynferðisbrot.

Þegar fyrstu ásakanirnar á hendur Weinstein voru gerðar opinberar árið 2017 kom í ljós að fleiri mál voru til skoðunar, meðal annars í Lundúnum.

Weinstein var sakfelldur fyrir kynferðisbrot í New York í febrúar 2020. Beiðni hans um áfrýjun var hafnað á síðasta ári. Mál gegn honum er enn til meðferðar í Los Angeles.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert