Ekki bugaðar af biturleika

Molly Windsor leikur Emmu Hedges.
Molly Windsor leikur Emmu Hedges. Mbl.is/Valery Hache

Sumarið 1996 finnst 19 ára gömul barþerna myrt á víðavangi í bænum St Andrews í Fife í Skotlandi. Morðinginn næst ekki og málið liggur óhreyft í aldarfjórðung, eða þangað til vinsæll hlaðvarpsþáttur fer að fjalla um það. Þá sér lögreglan sæng sína upp reidda og fær mann í verkið, án þess þó að hafa mikla trú á því að það komi til með að leiða til niðurstöðu.

Öfugt við svo marga rannsóknarlögreglumenn bókmenntanna og sjónvarpssögunnar er sá maður ekki eldri karl, bugaður af biturleika, óreglu eða ógurlegu leyndarmáli úr fortíðinni og með allt lóðbeint niðrum sig í einkalífinu, heldur ung og fersk kona, sem hefur bara, merkilegt nokk, býsna gaman af þessari óvissuferð sem við gjarnan köllum líf.

Karen Pirie heitir hún og hefur nú sprottið fullsköpuð upp úr metsölubókum skoska glæpasagnahöfundarins Val McDermid og öðlast framhaldslíf á skjánum, þar á meðal á Stöð 2 og efnisveitu hennar, Stöð 2+.

Lauren Lyle leikur Karen Pirie.
Lauren Lyle leikur Karen Pirie. Mbl.is/Vivien Killilea


Móðir hennar var myrt

Karakterar úr ranni McDermid gera það raunar ekki endasleppt í íslensku sjónvarpi en Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir þættina Traces, sem einnig byggjast á hugmynd hennar, auk þess sem hún er annar handritshöfunda. Þar er einnig ung kona í forgrunni, Emma Hedges, sem snýr eftir langa fjarveru aftur til Dundee í Skotlandi til að sækja sér menntun í réttarrannsóknum. Það ýfir fljótt upp gömul sár enda hvarf móðir hennar þar um slóðir tæpum tuttugu árum fyrr og fannst síðar myrt á víðavangi. Koma Emmu kemur róti á menn og endurskoðun málsins hefst fljótlega fyrir alvöru.

Emma er vitaskuld ekki lögreglumaður en knýr þó rannsóknina öðrum þræði áfram. Hún gæti mjög auðveldlega verið frænka Karenar Pirie, ung og spræk og hvorki að bíða eftir því að Elli kerling leggi hana að velli né rogast með allar heimsins byrðar á herðunum, þrátt fyrir raunir úr æsku. Skemmtilega fersk nálgun í þáttum af þessu tagi.

Nánar er fjallað um þættina tvo og Val McDermid í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson