Fagna 20 ára afmæli Love Actually saman

Hugh Grant auk fleiri leikara úr Love Actually munu taka …
Hugh Grant auk fleiri leikara úr Love Actually munu taka þátt í 20 ára afmælisþætti fyrir myndina. AFP

Leikarar jólamyndarinnar Love Actually munu koma saman í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að hún kom út. Verður afmælinu fagnað með sérstökum jólaþætti á ABC sjónvarpsstöðinni.

Love Actually hefur á síðustu árum orðið órjúfanlegur hluti af jólahátíð margra og mega jólin hreinlega ekki koma hjá mörgum fyrr en þeir hafa horft á myndina. 

Leikararnir Hugh Grant, Emma Thompson, Bill Nighy, Laura Linney og Thomas Brodie-Sangster munu setjast niður með Diane Sawyer í klukkustundar löngum þættir. Richard Curtis, handritshöfundur myndarinnar, og Martine McCutcheon leikkona munu einnig koma í þáttinn.

Þátturinn The Laughter & Secrets of Love Actually: 20 Years Later fer í loftið hinn 30. nóvember. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilningslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilningslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney