„Fangar barnæskunnar“

James Hetfield á tónleikum í september.
James Hetfield á tónleikum í september. AFP/Angela Weiss

Rokksveitin Metallia hefur tilkynnt um tónleikaferð um heiminn og útgáfu tólftu hljóðversplötu sinnar, 72 seasons, sem verður sú fyrsta frá árinu 2016. Fyrsta smáskífulagið nefnist Lux Aeterna.

Platan er væntanleg 14. apríl á næsta ári og hefst tónleikaferðin í kjölfarið í hollensku borginni Amsterdam.

„72 árstíðir. Fyrstu 18 ár ævi okkar sem mynda okkar sönnu eða ósönnu sjálfsmynd,“ sagði James Hetfield, forsprakki Metallica, um titil plötunnar.

„Þessi hugmynd um að foreldrar okkur sögðu okkur „hver við erum“. Mögulega var okkur sagt hvers konar persónur við erum. Ég held að það áhugaverðasta við þetta er áframhaldandi könnun á þessum grunnskoðunum og hvernig þær hafa áhrif á sýn okkar á heiminn í dag,“ sagði Hetfield.

„Mikið af reynslu okkar sem fullorðið fólk er endurupplifun eða viðbrögð við þessari reynslu í barnæsku. Fangar barnæskunnar eða að brjótast út úr hlekkjum okkar.“mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eyddu tímanum með fólki sem hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á þig og segðu skilið við annað. Reyndu að halda ró þinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eyddu tímanum með fólki sem hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á þig og segðu skilið við annað. Reyndu að halda ró þinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden