Helgu Valdísi skortir ekki innblásturinn

Helga Valdís Árnadóttir er búin að teikna og gefa út …
Helga Valdís Árnadóttir er búin að teikna og gefa út dagatöl fyrir alla mánuði ársins 2022. Ljósmynd/Guðmundur Þór

Helga Valdís Árnadóttir, grafískur hönnuður og listrænnstjórnandi hjá Hvíta húsinu, gaf út sitt tólfta mánaðardagatal fyrir síma hinn 1. desember síðastliðinn. Helga Valdís heldur úti Instagram-síðunni #krotdagsins og hefur hannað vel á annað þúsund Giphy-límmiða fyrir Instagram.

„Ég hef verið að dunda mér við að krota íslenska Giphy-límmiða til að nota í story á samfélagsmiðlum og þegar þeir fóru að nálgast 1.500 leitaði hugurinn í eitthvað annað sniðugt til að krota, þó svo ég sé alls ekki hætt að gera límmiðana. Eftir að ég prófaði að skreyta minn eigin síma datt mér í hug að fleirum gæti þótt þetta skemmtilegt og ákvað að deila á Instagram-síðunni minni. Viðtökurnar hafa verið frábærar. Það er gaman að sjá hversu mörg dagatöl eru í umferð og hópur sem hefur beðið spenntur eftir hverjum mánuði,“ segir Helga Valdís í samtali við mbl.is. 

Desember er bleikur og skemmtilegur hjá Helgu Valdísi.
Desember er bleikur og skemmtilegur hjá Helgu Valdísi.

Dagatal desember er bleikt og fallegt en um er að ræða mynd, með teiknuðu dagatali, sem fólk getur notað sem skjáhvílu á símanum sínum. Spurð hvort það sé ekki erfitt að fá innblástur fyrir dagatal hvers mánaðar segir Helga Valdís að svo sé ekki. Hún hafi sett sér það markmið að gera bara það sem kallaði á hana hverju sinni. 

„Hvernig náttúran er þá stundina, börnin mín sem gefa mér stanslaust nýjar hugmyndir, skapandi vinnuumhverfið mitt eða annað áhugavert í umhverfinu sem mig hefur langað til þess að krota,“ segir Helga Valdís.

Mátti litlu muna þegar penninn týndist

Öll dagatölin hafa komið út í tæka tíð fyrir mánaðamót, en það mátti þó litlu muna í sumar. „Ég lenti í smá óhappi með Apple-pennann minn á ferðalagi um Ítalíu í sumar og það leit út fyrir að dagatalið myndi ekki koma út í tæka tíð, en mér rétt tókst að bjarga því fyrir horn í Apple-búð í Berlín,“ segir Helga Valdís. 

Dagatalið sem hún gaf út fyrir ágúst er í uppáhaldi hjá henni, en í því tilviki sótti hún innblástur í náttúruna. „Uppáhaldsmánuðurinn minn er klárlega bláberin í ágúst þegar ég fór að leika mér með mismunandi pensla og svo strax á eftir hann kom afar peppaður september þar sem innblásturinn var ganga um fallega landið okkar með göngusystrum mínum þar sem þemað var Frida Kahlo,“ segir Helga Valdís. 

Hún segist ekki vera viss hvort hún haldi áfram með dagatölin á nýju ári, en að hún muni þó klárlega senda eitthvað frá sér. „Eitthvað verður það því ég er alltaf með teikniverkefni og hugmyndir í gangi, mín hugarró frá fjörugum dagsverkum,“ segir Helga Valdís. 

Áhugasöm geta því haldið áfram að fylgjast með skapandi verkefnum hennar á Instagram, @helga_valdis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson