Púkahamur orð ársins

Púkahamur er orð ársins.
Púkahamur er orð ársins. Ljósmynd/Pexel

Orðið púkahamur, eða goblin mode, er orð ársins að mati þeirra sem kusu í könnun Oxford-orðabókarinnar. Orðið var eitt af þremur sem orðabókahöfundarnir lögðu til, en hin tvö orðin voru Metaverse og #IStandWith.

Um púkaham segir: „ Púkahamur er slangur sem lýsir sjálfsumglaðri, letilegri hegðun eða græðgi“. Púkahamurinn vann með yfirburðum eða með 93% atkvæða. 318 þúsund greiddu atkvæði í kosningunni sem Oxford stóð fyrir. 

Orðið skaut fyrst upp kollinum á netinu árið 2009 en varð gríðarlega vinsælt á árinu eftir að það var notað í fréttum um leikkonuna og fyrirsætuna Juliu Fox. Á Reddit var það einnig vinsælt þar sem notendur skiptust á sögum um hina og þessa í púkaham. 

Þetta er í fyrsta skipti sem almenningi er gefinn kostur á að velja orð ársins hjá Oxford.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav