Fékk 10% af launum mótleikara sinna

Priyanka Chopra segir að hún hafi fengið 10% af heildarlaunum …
Priyanka Chopra segir að hún hafi fengið 10% af heildarlaunum karlkynsmótleikara sinna. AFP

Leikkonan Priyanka Chopra segir að hún hafi í fyrsta sinn fengið jafn mikið greitt og karlkyns mótleikari sinn þegar hún lék í þáttunum Citadel sem væntanlegir eru á skjáinn innan tíðar. Chopra sem hefur verið leikkona í 22 ár segist hafa fengið um 10% af launum karlkynsmótleikara sinna þegar hún lék í Bollywood-myndum í heimalandinu. 

Chopra var til viðtals hjá BBC fyrir sérstakan þátt, 100 Women. „Það var aldrei jafnræði í launum í Bollywood. Ég fékk um 10% af því sem karlkyns mótleikari minn fékk,“ sagði leikkonan. 

Hún hóf feril sinn í Bollywood og færði sig yfir til Hollywood í Bandaríkjunum fyrir um tíu árum síðan.

„Launamunurinn er stór, mjög stór. Svo mikill að konur margar konur finna virkilega fyrir því. Ég er viss um að ég myndi gera það ef ég væri að vinna með leikara í Bollywood,“ sagði Chopra. 

Hún segir leikkonur hennar kynslóðar hafi krafist þess að fá jafn mikið greitt fyrir vinnu sína, en aldrei fengið. Chopra segir enn fremur að lítil virðing hafi verið borin fyrir tíma leikkvenna. 

„Mér fannst það í himnalagi að sitja í marga klukkutíma og bíða á tökustað, á meðan karlkyns mótleikari minn tók sér sinn tíma, og þegar hann kom loksins á tökustað gátu tökur hafist,“ sagði Chopra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson