„Hún fór úr slæmum í verri“

Fyrirsætan Nina Agdal og Youtube-stjarnan Logan Paul opinberuðu samband sitt …
Fyrirsætan Nina Agdal og Youtube-stjarnan Logan Paul opinberuðu samband sitt á gamlársdag, en Agdal var áður með leikaranum Leonardo DiCaprio. Samsett mynd

Danska ofurfyrirsætan Nina Agdal hefur nú opinberað ástarsamband sitt við umdeildu Youtube-stjörnuna Logan Paul, en hún frumsýndi nýju ástina á gamlársdag með færslu á Instagram. 

Agdal var áður með leikaranum og kvennabósanum Leonardo DiCaprio, en þau hættu saman árið 2017 eftir árs samband. 

„Upphafið að mér og þér“

„2022, upphafið að mér og þér,“ skrifaði fyrirsætan við myndaröð af parinu, en færslan kom nokkrum vikum eftir að Paul deildi fyrstu myndunum af parinu saman á Instagram með yfirskriftinni „Heppinn ég“.

View this post on Instagram

A post shared by Nina Agdal (@ninaagdal)

Paul umdeildur og netverjar ósáttir

Þrátt fyrir stóran fylgjendahóp á Youtube og Instagram hefur Paul verið umdeildur í gegnum tíðina. Árið 2018 sleit Youtube viðskiptatengslum við Paul eftir að hann birti myndskeið á Youtube-rás sinni sem sýndi lík manns sem framdi sjálfsvíg í Japan. 

Svo virðist sem fyrirsætan hafi slökkt á athugasemdum við færslu sína á Instagram, en þrátt fyrir það hafa netverjar rætt sambandið sín á milli. Á samfélagsmiðlinum Twitter hafa umræður til að mynda skapast þar sem netverjar furða sig á fyrirsætunni og eru óhræddir við að segja skoðun sína á Paul. 

„Nina Agdal að deita Logan Paul? Hún fór úr slæmum í verri,“ skrifaði netverji á Twitter. „Nina Agdal deitar Logan Paul. Stelpa, við gerum það ekki. Gerðu betur,“ skrifaði annar netverji á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes