Vill hanna kvenleg karlmannsföt

Atli Geir Alfreðsson er fatahönnuður, útskrifaður í Listaháskóla Íslands og er nú í meistaranámi í einum helsta listaskóla Lundúna, Central Saint Martins. Rætt er við hann í Dagmáli, sem opið er áskrifendum Morgunblaðsins.

Lokaverkefni Atla frá Listaháskólanum var með yfirskriftina Úr heljargreipum karlmennskunnar og sprottið úr rannsókn hans á karlmennsku og feðraveldinu. Hann lýsir því svo að hann hafi viljað skilja hvar mörkin væru milli kven- og karltísku og reyna að feta línuna milli kvenleika og karlmennsku.

„Nú hanna ég karlmannsföt og þá er mikill fókus á þetta klassíska karlmannasnið, jakkafötin og skyrtan, en ég reyni að færa kvenlega eiginleika inn í það til þess að reyna að ná þeirri upplifun fram hjá körlunum sem ganga í fötunum mínum að þeir geti verið kvenlegir í framkomu líka. Það er rosa mikil pæling í dag hvað fötin sem maður gengur í gera fyrir andlegt ástand manns og hvort það sé hægt að breyta því einhvernvegin með fatnaðinum sem þú ert í.

Lokaverkefnið var mín tilraun til að feta línuna milli þessa karllæga og þess kvenlega; að skoða mörkin milli kven- og karltísku og reyna að koma að einhverjum miðjupunkti þar sem ég er enn að hanna karlmannsföt, föt fyrir fólk sem er „masculine-presenting“, karlmannlegt ásýndar, en samt nógu kvenleg til þess að það veki umhugsun og breyti hugarástandi fólks sem gengur í þeim. Það á líka við efnisval og jakkafötin sem ég er í núna, og eru úr útskriftarlínunni, eru klædd merð kjólasilki sem er ótrúlega mjúkt viðkomu. Það vekur því líka sérstaka tilfinningu að klæða sig í fötin og hvernig þau liggja á líkamanum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson