David Crosby látinn

David Crosby er látinn, 81 árs að aldri.
David Crosby er látinn, 81 árs að aldri. AFP/Valerie Macon

Tónlistarmaðurinn David Crosby er látinn, 81 árs að aldri, eftir erfið veikindi.

Crosby var lykilmaður í tveimur af þekktustu hljómsveitum sjöunda áratugarins; The Byrds og Crosby, Stills and Nash.

Í umfjöllun Variety er haft eftir eiginkonu Crosbys að hann hafi verið umvafinn fjölskyldu þegar hann lést og að arfleifð hans muni lifa í gegnum tónlist hans.

David Crosby fæddist í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum 14. ágúst 1941. Hann var einn stofnmeðlima The Byrds árið 1964 en sveitin sló í gegn með ábreiðu af lagi Bob Dylans, Tambourine Man. Síðar var hann í fararbroddi í ofurgrúppunni Crosby, Stills and Nash sem lék í fyrsta sinn opinberlega á Woodstock-hátíðinni. Crosby var tvívegis vígður inn í Frægðarhöll rokksins.

Árið 2018 kom Crosby til Íslands og hélt tónleika í Háskólabíói. Í viðtali við Morgunblaðið af því tilefni ræddi hann ferilinn og var mjög áhugasamur um silungsveiði hér á landi.

„Ég kem fram með rafmögnuðu hljómsveitinni minni, hún byggir á gömlu hljómsveitinni minni CPR. Auk mín er James Raymond sonur minn í henni og spilar á hljómborð, vinur minn Jeff Pevar leikur á gítar, Michelle Willis á hljómborð og raddar með mér, Mai Leisz er frábær djassbassaleikari frá Eistlandi og þá er Steve DiStanislao, sem leikur líka með David Gilmour, á trommum.

Við munum spila nokkur lög frá Crosby, Stills & Nash-tímabilinu og önnur af Crosby, Stills, Nash & Young-efnisskránum. Þá verður eitthvað af lögum sem við Graham Nash fluttum saman, nokkur af sólóplötum mínum, og einhver ný,“ sagði Crosby.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes