TikTok-stjarnan sem allir eru að missa sig yfir

Alix Earle er með rúmlega 4,7 milljónir fylgjenda á TikTok …
Alix Earle er með rúmlega 4,7 milljónir fylgjenda á TikTok og yfir 2,3 milljónir fylgjenda á Instagram. Skjáskot/Instagram

Ef þú ert virkur notandi á samfélagsmiðlinum TikTok þá hefur nýjasta TikTok-stjarnan, Alix Earle, eflaust ekki farið framhjá þér. Vinsældir hennar hafa rokið upp og í síðasta mánuði fékk hún yfir 2 milljónir nýrra fylgjenda á miðlinum. En hver er Earle og af hverju virðast netverjar helteknir af henni?

Earle er 22 ára gömul og stundar nám við háskólann í Miami í Flórída. Hún er þekkt fyrir að gera myndskeið á TikTok þar sem hún deilir hár- og förðunarrútínu sinni með fylgjendum sínum auk þess sem hún deilir brotum úr lífi sínu.

Umræða um hversdagsleikann heillar aðdáendur

Lykillinn að velgengni Earle á miðlinum virðist felast í því að hún komi til dyranna eins og hún er klædd. Aðdáendur hennar kunna að meta hreinskilnina í myndskeiðum hennar, en þau myndskeið sem hafa notið hve mestar vinsældir eru svokölluð „Get Ready With Me“ myndskeið, eða „Gerðu þig til með mér.“

Slík myndskeið hlutu upphaflega vinsælda á Youtube stuttu eftir aldamótin 2000, en þau urðu góð leið fyrir efnishöfunda til að deila húð- og förðunarrútínum sínum með fylgjendum sínum og taka um leið umræðu um allt milli himins og jarðar, oft á persónulegri nótunum. 

Earle deilir „Get Ready With Me“ myndskeiðum nær annan hvern dag á miðlinum, en myndskeiðin virðast þó að mestu ómerkileg, en það er líka einmitt málið. Í myndskeiðum sínum hefur Earle talað opinskátt um baráttu sína við bólur, þunglyndi, kvíða, vináttu og annan hversdagslegan veruleika þess að vera ung manneskja. 

@alixearle Ofc that happened to me 💚🧡 #grwm #umiami ♬ original sound - alix earle
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden