Blaðamanni þótti Paltrow dónaleg

Gwyneth Paltrow bar vitni í réttarhöldunum og sýndi sínar bestu …
Gwyneth Paltrow bar vitni í réttarhöldunum og sýndi sínar bestu hliðar. AFP

Gwyneth Paltrow hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna réttarhalda en hún er sökuð um að hafa skíðað á mann í Utah.

Í tilefni af því rifjar blaðamaður The Times, Dylan Jones, upp þegar hann fékk það verkefni að taka viðtal við Paltrow þegar hún var að kynna nýjustu mynd sína Shakespeare in Love en þá var hún á þrítugsaldri. Hann segir hana hafa verið einstaklega dónaleg.

Vanur að taka viðtöl við erfitt fólk

„Þetta var rísandi stjarna og ég hlakkaði til að taka viðtal við hana. Ég varð hins vegar fyrir miklum vonbrigðum. Ég hafði hitt fjölmarga fræga á ferlinum, leikara, íþróttamenn, poppstjörnur og tískuhönnuði.

Ég hef því augljóslega tekið viðtöl við fjölmarga erfiða einstaklinga. Grace Jones móðgaðist yfir öllu, Russell Brand var svo dónalegur að ég þurfti að vísa honum út af verðlaunaafhendingu. Jennifer Connelly bað um að limósína með skotheldu gleri myndi sækja hana og keyra hana í óperuna sem var handan götunnar. En flest frægt fólk er bara mjög indælt,“ segir Jones.

Sat með krosslagðar hendur og heilsaði ekki

„Paltrow var sér á báti. Hún gæti ekki hafa haft minni áhuga á að tala við mig og lét það mjög greinilega í ljós. Þegar ég kom inn í herbergið sat hún bara þarna með krosslagðar hendur. Hún heilsaði ekki. Þá varð mér ljóst að þetta viðtal ætti ekki eftir að fara vel.

Þáverandi kærastinn hennar, Ben Affleck, var með henni og hann var mjög almennilegur. En ekki hún. Hún svaraði hverri spurningu með örfáum einsatkvæða orðum. Ég fékk á tilfinninguna að hún vildi miklu frekar vera að stinga úr sér augun frekar en að tala við mig. Loks gafst ég upp.“

Aðrir höfðu sömu sögu að segja

„Þegar ég spilaði upptökuna til baka sá ég að ég var ekki með neitt nothæft í höndunum. Ég brá þá á það ráð að tala við alla á kvikmyndasettinu. Ég passaði mig á að spyrja ekki leiðandi spurningar eða láta neina afstöðu í ljós. Spurði alla einfaldlega hvernig hún væri. Um 70% aðspurðra létu í ljós eitthvað neikvætt. Ég man sérstaklega eftir einum sem svaraði: Ekki hugmynd, hún gengur um með nefið í loftinu. Virðist góð með sig.“ Eflaust er hún önnur manneskja í dag. Ég er alveg viss um það,“ segir Jones að lokum.

Paltrow vann Óskarinn fyrir Shakespeare in Love.
Paltrow vann Óskarinn fyrir Shakespeare in Love. Reuters
Ben Affleck og Gwyneth Paltrow voru eitt sinn par.
Ben Affleck og Gwyneth Paltrow voru eitt sinn par. skjáskot/Popsugar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson