Líkti sér við Jesú Krist

Leikarinn Chris Pratt vitnaði í Biblíuna á frumsýningu Guardians of …
Leikarinn Chris Pratt vitnaði í Biblíuna á frumsýningu Guardians of the Galaxy Vol. 3. AFP

Bandaríski leikarinn Chris Pratt hefur verið mjög hreinskilinn um trú sína og mætt mikilli gagnrýni fyrir það að tala beint út og af hreinskilni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða við fjölmiðla.

„Ég geri það vissulega en það er ekkert nýtt, það er bara ekkert nýtt,“ sagði leikarinn, 43 ára, þegar hann ræddi við blaðamann Page Six um trúarlega hreinskilni sína, mánudaginn 1. maí. Pratt var viðstaddur sýningu Cinema Society á nýjustu Marvel-myndinni Guardians of the Galaxy 3. 

Leikarinn ítrekaði mál sitt með því að vitna í Biblíuna: Ef ég væri af þessum heimi mynduð þér elska mig eins og ég er. Ég hef valið mér að vera út úr heimi yðar. Það segir Jóhannesarguðspjallið 15:18-20,“ hélt hann áfram og sagði. „Svona er þetta bara. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir 2000 árum hötuðu þeir hann líka,“ bætti Pratt við og vísaði þar til Jesú Krists. 

Trúin kyndir ástina

Leikarinn hitti núverandi eiginkonu sína, Katherine Schwarzenegger, árið 2018 í messu. „Við kynntumst í kirkju. Þetta var mjög sætt en hann reyndi ekki við mig í kirkjunni,“ sagði Schwarzenegger, 33 ára, þegar hún var gestur í The Drew Barrymore Show í febrúar síðastliðnum. Trúnni deilir parið og þau setja trúna í forgang í hjónabandi sínu og heimilislífi. 

„Katherine, ég er svo ánægður með að þú sagðir já! Ég er himinlifandi yfir því að giftast þér. Svo stoltur að lifa af öryggi og staðfestu í trú með þér,“ skrifaði Pratt árið 2019 þegar hann tilkynnti um trúlofun parsins. Þau giftu sig sama ár og eignuðust tvær dætur skömmu síðar, Lylu, tveggja ára og Eloise, 11 mánaða. Pratt er einnig faðir Jacks, tíu ára, sem hann eignaðist með fyrrverandi eiginkonu sinni, Önnu Faris. 

„Elska heilbrigðu fallegu dóttur okkar“

Pratt fékk yfir sig holskelfu af heiftúðugum skilaboðum þegar hann deildi því sem átti að vera ástrík skilaboð til eiginkonu sinnar: „Finndu einhverja sem horfir á þig eins og konan mín horfir á mig. Ég elska þig og er þakklátur fyrir þig og fallegu heilbrigðu dóttur okkar.“ 

Orðið heilbrigðu fór fyrir brjóstið á mörgum og fannst einhverjum hann hafa verið tillitslaus gagnvart syni sínum og Faris, en sonur þeirra fæddist fyrir tímann og hefur átt við heilsufarsleg vandamál að stríða frá fæðingu.  Chris Pratt ásamt eiginkonu sinni Katherine Schwarzenegger.
Chris Pratt ásamt eiginkonu sinni Katherine Schwarzenegger. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler