Leikkonan Beanie Feldstein gift

Hjónin voru stórglæsileg á brúðkaupsdaginn en þær klæddust báðar Gucci.
Hjónin voru stórglæsileg á brúðkaupsdaginn en þær klæddust báðar Gucci. Samsett ljósmynd

Leikkonan Beanie Feldstein og Bonnie-Chance Roberts gengu í hjónaband hinn 20. maí síðastliðinn í fallegri athöfn við Cedar Lakes Estate í Hudson Valley í Bandaríkjunum. Feldstein, sem er yngri systir leikarans Jonah Hill, birti myndaseríur á Instagram og sýndi frá hátíðahöldunum.

“Þetta er hamingjustaður okkur beggja,” sagði Feldstein í samtali sínu við tímaritið Vogue. “Ég ólst upp hér. Hingað kom ég í sumarbúðir á hverju sumri í tíu ár og foreldrar mínir og bæði sett af ömmum og öfum kynntust í sumarbúðum. Það má því segja að sumarbúðir séu hið formlega ástartungumál fjölskyldunnar og þetta því viðeigandi staður.

Við kynntumst í Lundúnum og urðum ástfangnar á kvikmyndasetti, ekki í sumarbúðum, en það var þrátt fyrir það mjög þýðingarmikið fyrir okkur báðar að gifta okkur hér,” útskýrði Feldstein.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler