Samuel L. Jackson tapsár á Tony-verðlaunahátíðinni

Samuel L. Jackson setti ekki upp sparibrosið í tilefni dagsins.
Samuel L. Jackson setti ekki upp sparibrosið í tilefni dagsins. Samsett mynd

Stórleikarinn Samuel L. Jackson virtist ekki vera par sáttur þegar Broadway–leikarinn Brandon Uranowitz var tilkynntur sem besti leikari í leikriti á Tony-verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi. Jackson var tilnefndur fyrir hlutverk sitt í leikritinu The Piano Lesson, eftir August Wilson.

Myndband er sýnir augnablikið hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum, en um leið og nafn Uranowitz er kallað á leikarinn hálf erfitt með að samgleðjast kollega sínum og virðist klappa af algjörri neyð og kaus sömuleiðis að setja ekki upp sparibrosið í tilefni dagsins. 

Margir hafa gantast yfir atvikinu á samfélagsmiðlum og skrifað athugasemdir við myndskeiðið. „Vá, Samuel L. Jackson vill EKKI vera á Tony-verðlaunahátíðinni,“ skrifaði einn netverji. „Andlit Jackson, segir allt,“ skrifaði annar.

Leikarinn veitti síðan verðlaun seinna um kvöldið ásamt eiginkonu sinni, LaTanyu Richardson Jackson, og var mun léttari í skapinu og grínaðist með og í gestum hátíðarinnar. 

Jackson þeytti frumraun sína á Broadway árið 2011 í leikritinu The Mountaintop, en þar fór hann með hlutverk Martin Luther King. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga á ferli sínum og var meðal annars handhafi heiðursverðlauna Óskarsverðlaunanna á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg