Einhleyp á ný eftir stutta trúlofun

Tónlistarkonan Lana Del Rey er einhleyp.
Tónlistarkonan Lana Del Rey er einhleyp. AFP

Tónlistarkonan Lana Del Rey er orðin einhleyp á ný aðeins nokkrum mánuðum eftir trúlofun hennar og tónlistarmannsins Evan Winiker. 

Rey staðfesti þetta í samtali við tímaritið Harper's Bazaar á dögunum. Hún segir Winiker hafa átt í vandræðum með sjálfan sig sem hafi á endanum leitt til sambandsslita þeirra. 

Rey og Winiker héldu sambandi sínu fjarri sviðsljósinu, en í mars síðastliðnum fór orðrómur á flug um að þau hefðu trúlofað sig eftir að Rey sást með gríðarstóran demantshring á Billboard-verðlaunahátíðinni. Þá var talið að þau hefðu aðeins verið saman í nokkra mánuði. 

Var trúlofuð árið 2020

Fyrir samband hennar við Winiker voru Rey og tónlistarmaðurinn Jack Donaghue að stinga saman nefjum. Fyrir það var hún orðuð við forsprakka Salem í nokkra mánuði og þar áður við kántrísöngvarann Clayton Johnson.

Rey og Johnson voru sögð hafa trúlofað sig árið 2020, en þau hættu saman eftir nokkra mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir