Einhleyp á ný eftir stutta trúlofun

Tónlistarkonan Lana Del Rey er einhleyp.
Tónlistarkonan Lana Del Rey er einhleyp. AFP

Tónlistarkonan Lana Del Rey er orðin einhleyp á ný aðeins nokkrum mánuðum eftir trúlofun hennar og tónlistarmannsins Evan Winiker. 

Rey staðfesti þetta í samtali við tímaritið Harper's Bazaar á dögunum. Hún segir Winiker hafa átt í vandræðum með sjálfan sig sem hafi á endanum leitt til sambandsslita þeirra. 

Rey og Winiker héldu sambandi sínu fjarri sviðsljósinu, en í mars síðastliðnum fór orðrómur á flug um að þau hefðu trúlofað sig eftir að Rey sást með gríðarstóran demantshring á Billboard-verðlaunahátíðinni. Þá var talið að þau hefðu aðeins verið saman í nokkra mánuði. 

Var trúlofuð árið 2020

Fyrir samband hennar við Winiker voru Rey og tónlistarmaðurinn Jack Donaghue að stinga saman nefjum. Fyrir það var hún orðuð við forsprakka Salem í nokkra mánuði og þar áður við kántrísöngvarann Clayton Johnson.

Rey og Johnson voru sögð hafa trúlofað sig árið 2020, en þau hættu saman eftir nokkra mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar